Færsluflokkur: Bloggar

Mæðradagurinn

Mom

Í dag er hinn árlegi mæðradagur,  hugmyndin um mæðradag á Íslandi fékk  Sr. Sigurður Z. Gíslason á Þingeyri. Fyrsti mæðradagurinn hér var svo haldinn sunnudaginn 24. maí 1934.  Hann var fyrst haldinn fjórða sunnudag í maí, en er nú annan sunnudag þess mánaðar og fylgir þannig alþjóðlegri hefð.


Söngvaseiður (The Sound of Music)

 SOM_poster_web

Væri alveg til í að sjá þessa sýningu. Ég sá myndina á sínum tíma, ekki bara einu sinni heldur margoft...

Hinni eini sanni Söngvaseiður var frumsýndur í gærkvöldi. Gríðarleg stemning var á sýningunni og að henni lokinni ætlaði allt um koll að keyra. Listamönnum var fagnað ákaft með standandi lófaklappi sem ætlaði aldrei að enda eða eins og segir á baksíðu Mbl í dag: "Endalaust uppklapp á Söngvaseið".


Útsýnið úr tölvuverinu

22


Hátíð íslenskra heimildamynda...

Hátíð íslenskra heimildamynda haldin í þriðja sinn á Patreksfirði.

Janus

Eigandi myndar: Janus

http://skjaldborgfilmfest.com/


Sjómannadagurinn á Patró

Dagskrá Sjómannadags 2009

Fimmtudagur 4. Júní:

kl. 20:00 -
Skútuhlaupið, víðavangshlaup fyrir börn og fullorðna.

Mæting við íþróttahúsið Bröttuhlíð, skráning hefst kl.19:30.

kl. 21:00 - Firmakeppni í sundi í Bröttuhlíð.

Föstudagur 5. Júní:

kl. 10:00 - Leikir í sal og sundlaug fyrir börn og unglinga í Bröttuhlíð.

14:00 - Firmakeppni í fótbolta ”Thorlacius Cup” á íþróttavellinum.

16:00- ”Sæmarksmót”golfmót haldið í Vesturbotni. 18:00- ”Leikfélag Pf” sýnir í Réttinni (sláturhúsinu) Ástir í meinum, fjársjóður í leynum - eða nauðsynleg

genablöndun? Patreksfirskt ævintýri.

20:00- Mataræði sjómanna fyrr á öldum. Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur með fyrirlestur í Sjóræningjahúsi. 21:00 - F.H.P. tónleikar. Karlakórinn Fjallabræður.

23:30 -03:00 Dansleikur í F.H.P. Aldurstakmark 18 ára. Hljómsveit Fjallabræðra leikur fyrir dansi.

Laugardagur 6. Júní:

kl. 10:00 - Rölt um þorpið
með leiðsögn Hjörleifs og Guðfinns, mæting við kirkjugarðinn

og við Sjóræningjahúsið, hópar mætast við kirkju kl. 11.00.

11:00 - ”Þorpið ljóðaleikur” frumfluttur í Patreksfjarðarkirkju Elfar Logi og Þórarinn Hannessynir. 12:00 - Opnuð sýning í Vinahúsi (Kaupfélagshúsinu), ljósmyndir, verk Jóns úr Vör

og m.fl. Við opnun verður boðið upp á veitingar. Opið verður til kl. 18.00.

12:00 - Bjargarbúar bjóða upp á veitingar í götunni sinni.

13:00 - Mataræði sjómanna fyrr á öldum. Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur með fyrirlestur í Sjóræningjahúsi. 14:00 - Skemmtidagskrá við höfnina. Keppnin ”Þriggja manna tak”markaðstorg og m.fl.

16:00 - Bifhjólaklúbburinn Þeysir verður með sýningu við Bjarg, börnum boðið í ökuferð.

16:00 - Íbúar Mýra og Hóla bjóða upp á veitingar.

17:00 - Hátíðarsigling báta um fjörðinn.

18:30 - F.H.P. dansleikur fyrir yngri kynslóðina. Hljónsveitin Spútnik leikur fyrir dansi.

20:00 - Skjaldborgarbíó. Þorpið ljóðaleikur Elfar Logi og Þórarinn Hannessynir.

21:00 - Landleguhátíð á Friðþjófstorgi. Fjöldi listamanna kemur fram.

23:30 -03:00 Dansleikur í F.H.P. aldurstakmark 18 ára. Spútnik leikur fyrir dansi.

Sunnudagur 7. Júní:

kl. 10:30 - Blóm lögð að minnisvarða um látna sjómenn. Skrúðganga til kirkju.

11:00 - Sjómannadagsmessa. Heiðrað verður við messu.

12:00 - Sýningu framhaldið í Vinahúsi. (Kaupfélagshúsinu ). Til kl. 18.00-14:00 - Skemmtidagskrá á hátíðarsvæðinu í ”Krók”Hátíðaræðu flytur Magnús Ólafs.Hansson.

Lokaþrautin í kraftakeppninni og margar aðrar skemmtilegar uppákomur.

15:00 - Kaffisala í F.H.P. á vegum Kvenfélagsins Sifjar. Hið rómaða hlaðborð kvenfélagskvenna!

17:30 - Kappróður við höfnina.

21:00 - F.H.P. Unglingaball aldur 12 – 18 ára. Hljómsveitin Ingó og Veðurguðirnir leikur fyrir dansi.23:30 - 03:00 Stórdansleikur í F.H.P. Hljómsveitin Ingó og Veðurguðirnir aldurstakmark 18 ára.

Megið þið vel njóta sjómannadagshelgarinnar

á Patreksfirði 2009.

Með kveðju Sjómannadagsráð.


Búið að kjósa (rétt) og nú skal grillað

Picture 043

Gleðilegt sumar

u11701229

Picture 028

Sumardagurinn fyrsti á Patró

,,Sumardagurinn fyrsti, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (þ.e. fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl).

Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta. Í Sögu daganna - hátíðir og merkisdagar (bls. 50, 2. útg., 1977) eftir Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, segir um sumardaginn fyrsta:

Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns.


Dynjandi og Hrafnseyrarheiði

DSCF0378DSCF0375DSCF0373DSCF0371DSCF0368DSCF0366


Á þröngum verðum

http://visir.is/article/20090421/FRETTIR01/834734553/-1


P...

IMG_2402

Eigandi myndar: Janus

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband