Kanínukjöt á markaðinn

 

 http://kanina.is/umokkur.asp

 

 

 Canon 400D 113 (Small)

 Kanína með papriku.

 Fyrir 8

2 kanínur, 1,4 kg. hver

2 tsk. salt

1 ½ tsk. nýmalaður svartur pipar

8 msk. olía

1 þurrkaður Chilipipar

700 gr. tómatar

6 rauðar paprikur

6 stórir laukar

5 hvítlauksgeirar

150 gr. svartar ólífur (ég sleppti þeim)

¼ líter þurrt rauðvín

olía í mótið

Kanínurnar skornar í 8 stykki hvor. Stykkin skoluð, þerruð og nudduð vel allt um kring með salti og pipar.

Nokkuð af olíunni er hitað á stórri pönnu, chilipiparnum bætt út í og kjötið síðan steikt, nokkur stykki í senn.

Kjötið á að vera vel brúnað og skorpan stökk.

Chilipiparinn fjarlægður og kjötið lagt til hliðar.

Ofninn hitaður í 200°

Kross skorinn í í kúpta endann á tómötunum , þeim brugðið í sjóðandi heitt vatn og síðan flysjaðir, skornir í fjóra hluta og stilkendarnir fjarlægðir.

Paprikan skoluð, þerruð, kjarnar og trefjar fjarlægt, skorin í lengjur.

Laukurinn afhýddur og skorinn í fjóra hluta hver.

Hvítlaukurinn afhýddur og saxaður fínt.

Steinarnir fjarlægðir úr ólífunum.

Laukurinn og hvítlaukurinn steiktir glærir í því sem eftir er af olíunni.

Papriku og tómatfleygum bætt út í, steikt létt og rauðvíninu hellt við.

Grænmetið kryddað með salti og pipar eftir smekk.

Ofnskúffan smurð með olíu, grænmetið jafnað á botninn og kjötinu raðað ofan á.

Steikt í ofninum, neðarlega, í 45 mínútur.

Dálitlu af rauðvíni hellt við af og til svo grænmetið þorni ekki.

Skemmtilegast er að framreiða þennan litríka rétt í ofnskúffunni eða á stóru, heitu fati.

Volg smábrauð borin með og gott er að drekka sama vín með réttinum og notað var við matreiðsluna.

Heillaráð: Chilipiparinn gefur réttinum sterkt og gott kryddbragð. Ef vill má nota meira af honum en þó verður að fara gætilega svo bragðið verði ekki yfirgnæfandi.

Þeir sem ekki fella sig við chilipipar geta notað ¼ tsk. kayenne pipar í staðinn.

Kanínu- og hérakjöt er því miður sjaldséð hér í verslunum en þeir, sem dvelja í sumarhúsum í Evrópu ættu aað taka með sér þessa uppskrift og aðrar, sem gera ráð fyrir sjaldgæfu hráefni, og koma fjölskyldunni á óvart með nýstárlegum sælkeraréttum.

Úr bókinni: Matargerð er list, kjöt.

P.S. Get alveg mælt með þessari uppskrift.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband