Færsluflokkur: Bloggar
3.6.2009 | 13:39
Ég skal mála...
allan heiminn elsku
mamma, eintómt sólskins bjart og jafnt.
Þó að dimmi af með daga kalda og skamma, dagar þínir verða ljósir allir samt.
Litlu blómin sem þig langar til að kaupa,
Skal ég lita hér á teikniblaðið mitt.
Ég skal mála allan heiminn elsku mamma, svo alltaf skíni sól í húsið þitt.
Mamma ertu sorgmædd seg mér hvað er að, sjálfsagt get ég málað gleði yfir það.
Ótal fína liti á ég fyrir þig, ekki gráta mamma, brostu fyrir mig.
Ég skal mála.......
Óskaðu þér mamma alls sem þú vilt fá
ennþá á ég liti til hvers sem verða má
allar heimsins stjörnur og ævintýrafjöll
Óskaður þér mamma svo lita ég þau öll.
Ég skal mála......
Bloggar | Breytt 20.7.2009 kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2009 | 17:24
Veisla í Sjóræningjahúsinu
María Ragnars og föruneyti galdraði fram gúrmet rækju - kræklinga - og þorskveislu í Sjóræningjahúsinu. Veislan var í boði Odda, Fjölvals, Mardallar og Þórodds.
Fleiri myndir
http://gudnyel.blog.is/album/veisla_i_sjoraningjahusinu/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2009 | 11:40
DAGSKRÁ UM HVÍTASUNNUHELGINA
Sjóræningjahúsið opnar föstudaginn 29. maí klukkan 10. Sama dag hefst Skjaldborgarhátíðin, setningarpartý hennar verður haldið í húsinu klukkan 22:30 og allir í stuði fram að lokun klukkan 03.
Laugardaginn 30. maí opnar húsið klukkan 10 og geta svangir Skjaldborgargestir, sem og allir aðrir svangir á svæðinu, gætt sér á dýrindis morgunverði. Morgunverðarhlaðborðið verður í boði milli klukkan 10 og 12, eftir það verður boðið upp á okkar frábæru kökur og brauð, einnig verða í boði innpakkaðar ferskar, dýrindis samlokur sem er hentugt fyrir þá sem vilja ekki missa af neinu í bíóinu. Sjóræningjahúsið verður opið til 03 laugardaginn 30. maí.
Sunnudaginn 31. maí opnar klukkan 10 og þá verður einnig morgunverður í boði til klukkan 12. Eftir langan og strangan bíódag verða sjálfsagt allir ánægðir með að mæta í hina stórkostlegu sjávarréttaveislu sem Maja Ragnars og aðstoðarfólk mun galdra fram. Veislan hefst klukkan 19:00 og stendur yfir til klukkan 20:30. Húsið lokar klukkan 22 og þá fer starfsfólkið í limbó með öllum hinum á dansiballi í Félagsheimilinu.
Mánudaginn 1. júní verður húsið opið frá klukkan 10-22. Þá verður tilvalið að koma við, fá sér gott í gogginn og nesta sig fyrir ferðalagið heim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 09:18
Skjaldborgfilmfest, sjóræningjar og leikfélag
http://skjaldborgfilmfest.com/
http://www.facebook.com/home.php?#/group.php?gid=134661145322&ref=ts
http://www.facebook.com/home.php?#/profile.php?id=1603802906&ref=ts
Eigandi myndar: LP
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2009 | 22:06
Sjóstangaveiðimót
Löndunarbið
Sjóstangaveiðimót á Patreksfirði
Hið árlega sjóstangaveiðimót Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur stendur nú yfir á Patreksfirði og verður framhaldið á morgun.
Í fyrra slógu veiðmenn bæði lands- og heimsmet í aflabrögðum segir í fréttatilkynningu en þá var heildaraflinn báða mótsdagana 43 tonn. Mótið er vel sótt í ár og mokafli segir hafnarstjórinn á Patreksfirði.
http://gudnyel.blog.is/album/sjostangaveidimot/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2009 | 12:02
Múkkaegg komin í hús
Fulmarus glacialis
Fýllinn kallast múkki á sjómannamáli. Hann er algengasti fuglinn sem fylgir skipum á norðlægum höfum.
Fýllinn er um 50 cm langur og tæplega 1 kg að þyngd. Hann er ljósgrár á baki og efri hluta vængja, en fiðurhamur hvítur að öðru leyti. Fætur og nef eru grágul. Enginn munur er á útliti eftir aldri, kyni eða árstíðum. Nef fýlsins er mjög merkilegt, því að nasirnar liggja ofan á því í pípum. Fýlar eru miklir flugsnillingar, sem geta flogið tímunum saman rétt yfir síbreytilegum öldunum án þess að reka vængina nokkru sinni í yfirborðið.Þeir eru hljóðlátir fuglar nema í varpi þar sem þeir nöldra stanslaust
Nýting
Bæði eggin og hinir feitu fýlsungar þóttu góð búbót. Í byrjun tuttugustu aldar fór að bera á illskeyttri lungnabólgu, sem gat orðið banvæn. Það var s.k. páfagaukaveiki, sem rakin er til sýkils sem fýlar og fleiri fuglar báru. Fýlataka var því bönnuð hér árið 1940 en hefur verið leyfð á ný. Rúmföt með fýladún gáfu þeim sem þau notuðu einkennandi lykt.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2009 | 10:22
Það er ekkert fíflalegt við túnfífla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2009 | 10:10
Enn bætist í safnið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2009 | 17:49
Freistandi fíkjubrauð -Bændablaðið
Þessi uppskrift er úr Bændablaðinu og er ég búin að prófa hana. Hún kom mjög vel út. Ég notaði döðlur í staðinn fyrir fíkjurnar. Sauð döðlurnar eins og sagt er í uppskriftinni með fíkjurnar.
1 bolli fíkjur
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
1 tsk. matarsódi
1 egg
1 bolli mjólk
Aðferð:
Sjóðið vatn í potti, skerið fíkjurnar
smátt og bætið út í pottinn. Hrærið
í þar til verður létt maukað saman.
Setjið hveiti, sykur, matarsóda, egg
og mjólk í skál, bætið fíkjumaukinu
út í og blandið vel saman með
sleif. Setjið í smurt brauðform og
bakið í neðstu rim í ofni við 180°C
í klukkutíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)