Færsluflokkur: Bloggar
2.9.2008 | 15:21
Gönguleiðir
Áðan var ég að tala við systur mína sem býr á Akureyri og spurði hún mig hvort ég hefði ekki séð þættina Gönguleiðir ég sagði svo ekki vera, enda kom í ljós að þeir eru sýndir á stöðinni N4 Dagskrá Norðulands. Sagði hún þetta mjög skemmtilega þætti.
T.d.
Fjögurra daga gönguferð um suðurfirði Vestfjarða. Fararstjórar: Elísabet Jóna Sólbergsdóttir og Úlfar Thoroddsen, staðarleiðsögumaður.Hægt er að skoða smá sýnishorn á þessari síðu.
http://n4.is/page/gonguleidir/
Gaman væri nú að fá þessa þætti í ríkissjónvarpið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2008 | 20:20
Firðirnir fallegu og fl
Í dag þurftum við að skjótast austur í Fjarðarhorn. Alltaf er jafn fallegt að keyra firðina, s.s. Vatnsfjörð, Kjálkafjörð, Kerlingarfjörð, Mjóafjörð, Vattarfjörð og Skálmarfjörð, þá skartaði Kollafjörðurinn sínu fegursta þegar komið var yfir Klettsháls. Ekki eru þeir síðri firðirnir síðsumars þegar haustlitirnir eru aðeins farnir að láta á sér kræla og reyniberin, hef ekki séð annað eins, náði mér í nokkur til jólanna, geymi þau í frosti og nota þau í skraut. Aldrei slíku vant sáum við enga erni en einn fálka, gæsirnar létu heldur ekki sjá sig, hafa sennilega verið í berjamó í þessu blíðviðri. Bændur á Barðaströnd voru á fullu í heyskap, sumir að safna saman rúllum aðrir að slá há. Upp um allar hlíðar var fólk í berjamó, þá var fólk við veiðar t.d. Í Haukabergsá og Arnarbýlu, einnig var hollið í Fjarðarhorni að tygja sig af stað til veiða eftir hádegishvíldina.
Í Kjálkafirði á austurleið keyrðum við fram á þrjá hlaupagarpa, þekktum við einn þeirra , Gunnlaug Júlíusson. http://www.reykholar.is/frettir/Haustlitahlaup_ur_Flokalundi_i_Bjarkalund
Þegar við vorum á vesturleið eftir smá spjall og kaffisopa í Horninu, mættum við þremenningunum á Eiðinu milli Kerlingar-og Vattarfjarðar.
Vegirnir voru þokkalegir, nema þessar eilífu holur fyrir Hörgsnesið og holurnar við brýrnar sem geta verið lífshættulegar, t.d. við brúna á Fossá. Kannski búið að friða klapparsköfurnar líkt og malarhaugana (ofaníburður) sem sumir hverjir eru jafnvel farnir að gróa upp.
Þegar heim var komið fórum við út að borða... á N1 í pylsu og coca.
Nokkrar myndir úr ferðinni
Hlaupagarparnir á Eiðinu
Í Kerlingarfirði
Reyniber, verða geymd í frysti til jóla
Í Mjóafirði
Holan við brúna á Fossá. Ath. að Ópalpakkinn í holunni er
RISAÓPALPAKKI UM 8 CM
Bloggar | Breytt 31.8.2008 kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2008 | 09:39
Hefur einhver orðið var við þessa hreinlætisaðstöðu?
sunnudagurinn 30. mars 2008
Styrkir til umhverfismála á Vestfjörðum
Ferðamálastofa hefur nú afgreitt umsóknir um styrki til úrbóta í umhverfismálum árið 2008. Að vanda eru mörg góð verkefni sem fá stuðning og sum þeirra hafa snertifleti við menningarverkefni og uppbyggingu og þróun menningartengdrar ferðaþjónustu. Ísafjarðarbær fær 2,5 milljónir til viðhalds og endurbóta á aðstöðu við Dynjanda og Vesturbyggð fær 3,6 milljónir til að koma upp hreinlætisaðstöðu við Melanes á Rauðasandi. Þá fær Félag um Víkingaverkefni á Þingeyri styrk upp á 2,5 milljónir til að koma upp hreinlætisaðstöðu á víkingasvæðinu.
http://www.ferdamalastofa.is/upload/files/Styrk%C3%BEegar_2008.pdf
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2008 | 08:44
Allir að leggja fyrir
Fyrirhugað er að bora tvenn jarðgöng á vestanverðum Vestfjörðum; undir Dynjandisheiði og á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Kostnaður við göngin verður um 13 milljarðar, eða um 12 milljónir á hvern íbúa Vesturbyggðar.
Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra segir að í framtíðinni geti landsmenn valið um tvær heilsársleiðir til Ísafjarðar. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir heiðarnar sem leysa á af hólmi mikinn farartálma fyrir Vestfirðinga.
Lestu úttektina í helgarblaði DV sem kemur út í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.8.2008 | 10:20
Strákarnir okkar
Þetta voru hreint út sagt glæsilegar móttökur í gær.
En ég verð nú bara að viðurkenna að ég var að fara yfir um þegar vélin var á þessu sveimi yfir borginni og þegar hún fór niður undir braut og upp aftur þá var mér allri lokið, stóð upp og sagðist ekki geta horft á þetta, bað um að láta mig vita þegar hjólin væru komin niður.
Glæsilegir
Myndunum rænt úr Mogganum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 22:45
Glatkistan
Í morgun fórum við í það að hreinsa frystikistuna og eins og allir vita sem eiga þannig grip vill ýmislegt safnast upp í þeim eða réttara sagt niður á botninn. Þar kenndi ýmissa grasa, t.d. poki með ýmsum kjötvörum sem vinkona mín færði mér síðla sumars en innihaldið hafði ég ekki kannað neitt að ráði heldur skellti bara pokanum í frost þegar hún kom með hann og svo bara gleymdist þetta eins og svo margt annað sem fer í þessar kistur. Jæja í morgun var svo innihaldið skoðað og hvað haldið þið að hafi komið upp??????? heitreykt gæsabringa jummí, þvílíkt lostæti, þetta er þvílíkt sælgæti að maður tímir varla að borða það. Nú þarf ég bara að verða mér úti um uppskrift að þessu gúmmelaði og setja þennan á óskalistann, hann kostar svipað og kíló af reyktri bringu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2008 | 12:47
Hrotur og hundaeign
Ekki er þetta skýringin á því hvers vegna maðurinn minn hrýtur svona mikið, hann átti ekki hund í æsku. Sbr. frétt í útvarpinu í dag um hrotur og hundaeign, ef ég skildi þetta rétt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2008 | 08:56
Ég á ekki Ólympíugull
http://www.dv.is/frettir/2008/8/22/hvers-virdi-er-olympiugullid/
Þetta gull fékk ég fyrir ökuleikni 1984, enda tel ég mig ágætis bílstjóra, hef aðeins einu sinni lent í óhappi, það var þegar ég keyrði yfir 200 lítra olíutunnuna. Það var sennilega á fyrsta árinu mínu með bílpróf að ég var að keyra fyrir kunningja minn sem var undir áhrifum áfengis. Skurður hafði verið grafinn niður Hólsbrekkuna frá Dallahúsi og niður á Skver og meðfram honum voru olíutunnur. Einhverra hluta vegna greip vinur minn í stýrið og brá mér svo að í staðinn fyrir að stíga á bremsuna steig ég á bensínið og yfir helv. olíutunnuna. Bíllin skemmdist vitanlega eitthvað en þó furðu lítið miðað við aðstæður og við heppin að lenda ekki ofan í skurðinum. Klessukeyrðri olíutunnunni var síðan stillt upp fyrir utan bíóhúsið (Skjaldborg) og var þar í nokkrar vikur, sennilega öðrum "víti til varnaðar"
En tuttugu árum seinna fékk ég gull fyrir ökuleikni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008 | 06:52
Tryggingastofnun
Ég fékk bréf frá Tryggingastofnun ríkisins eins og svo margir aðrir elli- og örorkulífeyrisþegar nú um síðustu mánaðarmót en ákvað að lesa það ekki fyrr en í gær. Það var eins og mig grunaði leiðinda bréf. Nú er ég rukkuð um rúmlega þrjátíu þúsund vegna ofgreiðslu sem kemur til af einhverri hækkun frá lífeyrissjóðnum. Hvernig á maður að skilja þennan eilífa hringlanda hjá þessari stofnun, einn mánuðinn fær maður smá hækkun og er þá ofsa kátur yfir örlæti þeirra en næsta mánuð er allt hirt aftur.
http://www.tr.is/frettir/nr/888
Að sjálfsögðu skila ég mínum ofgreiddu bótum til baka, ekki vil ég láta segja um mig að ég steli frá ríkinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)