Færsluflokkur: Bloggar

Gufan

old-radio

Rás 2 hefur ekki heyrst hér síðan í gær eða mjög illa. Mér dettur helst í hug að eitthvað hafi gerst í þrumuveðrinu í gær. Í morgun hringdi ég í ríkisútvarpið og spurðist fyrir um þessa bilun, konan á skiptiborðinu hafði ekkert heyrt um hana og útvarpið hefði verið í lagi í gærkvöldi, enginn hefði kvartað. Ég sagði svo ekki vera ég tók eftir þessu seinnipartinn í gær. Nú er ég búin að kvarta en ekkert heyrist frá þessari stofnun. Ég get að sjálfsögðu hlustað á rás 2 í sjónvarpinu gegnum Skjá1 en það geta ekki allir. Ég vil bara hafa mitt útvarp.

Ef þessi bilun væri á stór-Reykjavíkursvæðinu væri búið að tönnlast á „vegna bilunar heyrist rás 2 ekki á höfuðborgarsvæðinu“  í hverjum fréttatíma og jafnvel búið að gera við.

Nú hlustar maður bara á gömlu Gufuna eins og sagt er, hún er ágæt að vissu marki. Í dag var endurtekinn þáttur frá nítjánhundruðsjötíuogeitthvað, viðtal Jökuls Jakobssonar við Stefán Jónsson frá Möðrudal (Stórval). Svo ætla ég að hlusta á Andrarímur í kvöld á rás 1. En ég vil samt sem áður hafa rás 2 í lagi.


Ekkert smá sem gengur á

t_is_for_thunder

Þvílíkar þrumur og eldingar sem ganga hér yfir, hef bara aldrei heyrt annað eins. Fyrst kom blossi síðan eins og drunur og svo hrikaleg sprenging, það nötraði allt og söng í fjöllunum. Þetta var álíka og dynamitsprengingin hérna á gamlárskvöld fyrir nokkrum árum þegar rúður sprungu í húsum.


Myndir af vegaskemmdum

Linkur á síðuna hans Dóra af vegaskemmdum á Vestfjörðum

http://album.123.is/?aid=116634

 


Rauðinúpur og ný-yrðið

Í morgun fékk ég upphringingu frá ungri konu sem sagðist hafa fengið af því spurnir að Rauðinúpur væri að sökkva í höfninni og hún næði ekki í eigendurna. Ég sagðist ætla að athuga hvort ég næði sambandi sem ég og gerði. Hringdi svo aftur í hana, þá sagði hún þessa þessi gullkorn       „heyrðu, hann Ægir er á leiðinni með fötu að vökva upp úr bátnum

Picture 109

Hér er verið að hífa Rauðanúp á bíl eftir að hann fauk í des. 2006.

 


Falleg kirkja

Picture 075

Kirkjumyndir eru eitt af því sem ég safna en ég á myndir af flestum kirkjum á landinu.

Þetta er kirkjan í Saurbæ á Rauðasandi. Þessi kirkja stóð áður á Reykhólum en var tekin ofan 1975. Í janúarlok 1966 gekk mikið óveður yfir landið og fauk þá m.a. kirkjan í Saurbæ. Gamla Reykhólakirkjan var endurbyggð í Saurbæ og vígð 5. september 1982

Óveður (Small)

Saurbær gamla BI

Gamla Saurbæjarkirkja

Reykhólakirkja gamla

Gamla Reykhólakirkja, nú í Saurbæ

                       


Fuglasafn Sigurgeirs

Eftir hádegi í dag hlustaði ég á þáttinn „Vítt og breytt“ þar sem var viðtal við Pétur Bjarna Gíslason um fuglasafn Sigurgeirs. Þetta safn er ég ákveðin í skoða.

Safnahorn - Fuglasafn Sigurgeirs
Eitt glæsilegasta safn landsins er risið í Neslöndum við Mývatn. Mývatnssveit er eins og við vitum einhver mesta fuglaparadís landsins og óvíða má finna fleiri fuglategundir á einu svæði. Sigurgeir Stefánsson tók upp á því á barnsaldri að safna eggjum fugla og smám saman fór hann líka að safna uppstoppuðum fuglum. Sigurgeir féll sviplega frá langt um aldur fram fyrir nokkrum árum og lét þá eftir sig safn flestallra fugla sem verpa á Íslandi auk ýmissa flækinga. Nú hefur áhugamannafélag með aðstandendur Sigurgeirs í broddi fylkingar reist fallegt safnhús yfir safn hans og sett eggin og fuglana upp á glæsilegan hátt. Við heyrum í mági Sigurgeirs, Pétri Bjarna Gíslasyni, sem staðið hefur fremstur í flokki við uppbyggingu safnsins.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4416393

Hus_utan_2 (Medium)

http://www.aurorafund.is/myndir/fuglasafn/

 


Er þetta ný hvalategund?

 Vísir, 08. sep. 2008 08:36

Tilkynnt um hval í fjörunni við Dalvík

mynd

Hvalur sem sást uppi í fjöru skammt frá hafnarmynninu á Dalvík um klukkan ellefu í gærkvöldi virðist hafa komist aftur á flot því hann var hvergi á sjá þegar lögregla gáði að honum í morgun.

Myrkur var og slæmt skyggni þegar til hans sást í gærkvöldi, en sjónarvottar töldu þá að hann væri á lífi og virðist vera sem þeir hafi haft rétt fyrir sér. Ekki er vitað hverrar ættar hvalurinn var, en andarnefnur hafa gert tíðreyst inn á Akureyrarpoll að undanförnu.-


Perlusaumur frh

Ég er búin að selja aðra dúkkuna til styrktar Þórhildi Nótt, en sú sem keypti hana vill að hún verði seld aftur, þannig að enn eru báðar dúkkurnar til sölu.

Picture 033 (Small)

Þá er ég að leggja lokahönd á jólabjöllu kr. 5000.- sem verður til styrktar Ófeigi Gústafssyni

http://patreksfjordur.is/

Birna Mjöll er búin að setja muni inn á sína síðu til styrktar Þórhildi og Ófeigi

http://birnamjoll.blog.is/blog/birnamjoll/

Vil ég skora á fleiri að gera slíkt hið sama.

 Margt smátt gerir eitt stórt


Perlusaumur í styrktarsjóð

 Picture 037

Ég dunda mér öðru hvoru við perlusaum og hef gefið þetta við hin ýmsu tækifæri. Nú hef ég ákveðið að selja tvær dúkkur (8 cm) til styrktar Þórhildi Nótt

http://123.is/eddibj/

Andvirðið rennur óskert til Þórhildar Nóttar.

Verð pr. dúkku kr. 3.500.-

Áhugasamir hafi samband.

geli@simnet.is

P.S. svo má auðvita bjóða hærra í dúkkurnar.

 


Til hamingju Blakkur

Blakkur 1

Blakkur 2


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband