Færsluflokkur: Bloggar
10.10.2008 | 12:12
Í dag
dag er ég ríkur í dag vil ég gefa
demanta, perlur og skínandi gull.
Gakk þú í sjóðinn og sæktu þér hnefa,
uns sál þín er mettuð og barmafull.
Það er ókeypis allt
og með ánægju falt
og ekkert að þakka, því gullið er valt!
Í dag er ég snauður og á ekki eyri,
ölmusumaður á beiningaferð.
Einasta vonin að himnarnir heyri
þó hanga um mig tötrarnir, eins og þú sérð.
Gef mér aflóa fat
eða fleygðu í mig mat!
Því forðastu að tylla þér þar sem ég sat.
Í dag er ég glaður í dag vil ég syngja,
og dansa til morguns við hverja sem er.
Við flakkarann allt eins og kóng vil ég klingja
ég kæri mig ekkert um nafnið á þér.
Þú ert vinur minn víst
eins og veröldin snýst
á víxla ég skrifa nú eins og þér líst.
Í dag er ég reiður í dag vil ég brjóta,
drepa og brenna hér allt niðr í svörð;
hengja og skjóta alla helvítis þrjóta.
Hræki nú skýin á sökkvandi jörð!
Farðu í heitasta hel!
Skaki hörmungarél
hnöttinn af brautinni, og þá er vel!
Í dag er ég gamall Í dag er ég þreyttur,
drúpinn nú yfir tæmdum sjóð.
Hvar er nú skap og hnefinn steyttur?
Hvar er nú öll mín forna glóð?
Vertu sæll! Ég er sár,
og mitt silfraða hár,
í særokum litaðist hvítt fyrir ár.
Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 09:11
Gleðibankinn
Gleðibankinn
Tíminn líður hratt á gervihnatta öld
Hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld
Ertu stundum hugsandi yfir öllum gulu miðunum?
Þú tekur kannski of mikið út úr gleðibankanum
Hertu upp huga þinn, hnýttu allt í hnút
Leggur ekkert inn, tekur bara út
Syndir þínar sem þú aldrei drýgðir sitja í þankanum
Óútleystur tékki í Gleðibankanum
Þú skalt syngja lítið lag
Um lífsgleðina sjálfa í brjósti þér
Og láttu heyra að þú eigir lítið gleðihús
Kósí lítið lag, sem gæti gripið mig og hvern sem er
Þú leggur ekki inn í Gleðibankann tóman blús
http://www.free-lyrics.org
Þú skalt syngja lítið lag
Um lífsgleðina sjálfa í brjósti þér
Og láttu heyra að þú eigir lítið gleðihús
Kósí lítið lag, sem gæti gripið mig og hvern sem er
Þú leggur ekki inn í Gleðibankann tóman blús
Hertu upp huga þinn, hnýttu allt í hnút
Leggur ekkert inn, tekur bara út
Syndir þínar sem þú aldrei drýgðir sitja í þankanum
Óútleystur tékki í Gleðibankanum
Þú skalt syngja lítið lag
Um lífsgleðina sjálfa í brjósti þér
Og láttu heyra að þú eigir lítið gleðihús
Kósí lítið lag, sem gæti gripið mig og hvern sem er
Þú leggur ekki inn í Gleðibankann tóman blús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2008 | 09:16
Auglýsing frá símanum í Mbl í dag
Þessi auglýsing frá símanum er búin að pirra mig lengi. Við erum búin að vera með svona tengingu í 3-4 ár og getum bara séð rúv og skjá1. Það ætti að taka fram í auglýsingunni að hún væri ekki fyrir landsbyggðina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.10.2008 | 18:39
4. október
4. október er fæðingardagur bróður míns, hann hefði orðið 65 ára í dag.
4. október 1956 fórum við mamma til Reykjavíkur en hún var að fara með mig til læknis út af mjöðminni því ég átti að fara í göngugrind, en af því varð ekki. Ég man nú lítið af komunni til læknisins en aftur á móti man ég vel eftir því að hún fór með mig til konu sem mig minnir að hafi heitið Guðrún Waage og var í sambandi framliðna lækna. Þessi kona átti annað hvort heima við Hverfis-eða Skúlagötu í gömlu húsi og var brattur stigi upp til hennar sem ég gat ekki gengið og var því borin upp. Þar var ég sett á smá koll fyrir framan hana og hún hélt í hendurnar á mér og talaði við einhvern. Þegar mamma svo borgaði henni rétti hún mér peningana og sagði mér að kaupa eitthvað fyrir systkini mín, sem enginn hafði minnst á. Mér er þetta ferðalag sérlega minnisstætt út af því að við fórum með flugbát, sennilega Catalína flugbát. Þennan dag var kafsnjór og leiðinlegt í sjóinn. Farið var frá Litlu-bryggjunni sem svo var kölluð, ætli báturinn hafi ekki verið mjólkurbáturinn. Flugvélin lét afskaplega illa þarna á sjónum og ég alveg skíthrædd og einhvern veginn finnst mér í minningunni að það hafi verið sjór á gólfinu í vélinni. Fyrsti áfangi ferðarinnar var Bíldudalur og síðan flogið til Rvk. Man ekkert eftir fluginu frá því farið var frá Bíldudal en þegar komið var til R-víkur þá held ég að augun hafi nú ætlað út úr höfðinu á mér, vá, öll þessi hús, allir þessir bílar og bara allt, þetta var áreiðanlega fyrir mig eins og að koma í milljóna borg.
Það hefur oft á liðnum árum hittst þannig á að ég hef tekið slátur 4. október og það gerði ég í morgun.
Sennilega svona flugbátur sem ég fór með
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.10.2008 | 18:36
Neitað um leyfi til orgelkaupa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 05:52
19°C frost.
Klukkan 5.30 í morgun þegar vegagerðarmenn lögðu af stað norður í land (sennilega á snjómokstursráðstefnu) var alhvít jörð. Það hafði snjóað í alla nótt. Ætli einhver hafi haft pata af því að starfslið vegagerðarinnar væri að yfir gefa svæðið? En það sem vakti athygli mína þegar ég kíkti á vef vegagerðar kl 5 í morgun, þá var hitastigið á Kleifaheiði -19°C
Nú kl 12 sýnir kortið -22°C
Núogn -19 fffffffas 0 2
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2008 | 18:32
Kinnar.
Á meðan þeir feðgar hjálpast að við að setja í uppþvottavélina, ætla ég að setja hér inn uppskriftina af því sem við borðuðum í kvöld. Þessa uppskrift klippti ég út úr Mogganum fyrir mörgum árum og er hún eiginlega bara notuð til spari. Í staðinn fyrir picanta en það virðist ekki vera lengur til má nota auromat. Þetta er ógeðslega gott eins og krakkarnir segja eða hitaeiningarnar í öllum þessum rjóma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2008 | 18:35
Vestfjarðavegur
D ó m s o r ð:
Felldur úr gildi sá hluti úrskurðar umhverfisráðherra frá 5. janúar 2007, þar sem fallist er á leið B í 2. áfanga Vestfjarðavegar (60) Bjarkalundur-Eyri í Reykhólahreppi með skilyrðum í 6 liðum.
Stefnda, Vegagerðin, greiði stefnendum, Olgu I. Pálsdóttur, Guðmundi Sveinssyni, Fuglaverndarfélagi Íslands, Náttúruverndarsamtökum Íslands og Gunnlaugi Péturssyni, hverjum fyrir sig 300.000 krónur í málskostnað
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200706490&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 10:56
Hvít reyniber
Ég fékk í morgun sendingu af hvítum reyniberjum sem ég ætla að hafa með þessum rauðu um jólin. Ég hef aldrei áður séð hvít reyniber. Ég er búin að fá upplýsingar um að berin séu af koparreyni. Ég á koparreyniplöntu (30 cm) hér úti í garði, nú er bara að passa vel upp á hana, hlúa vel að henni í vetur.
Takk fyrir sendinguna Sólveig!
Koparreynir vex villtur í vesturhluta Kína, til fjalla.
Koparreynir þarf sæmilegan jarðveg, og nokkuð skjólgóðan vaxtarstað.
Er annars sæmilega harðgerður, eftir að plantan hefur komið sér fyrir.
Koparreynir (lat. Sorbus koehneana)Runnvaxinn reynir. Fallega fjaðurskipt blöð sem fá á sig koparslikju síðla sumars og spilar út með skrautlegum haustlitum og hvítum berjum sem standa langt fram á vetur. Blómin hvít. Hæð allt að þrem metrum. Harðgerður runni sem spjarar sig víðast hvar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2008 | 11:19
Perlusvanur
Lauk við að perla þennan svan í gærkvöldi, þá bætist enn einn í safnið mitt. Það er ýmislegt hægt að gera úr þessum perlum en vandamálið er að þær verslanir hér á landi sem selja perlur eiga ekki allt til sem þarf í perlusaum, t.d. ýmis form, frauðkúlur, satínkúlur og fl. og fl. þannig að ég hef verið að panta þetta frá Danmörku, þar er perlupokinn 40gr. rúmum tvö hundruð krónum ódýrari en hér á landi, þó maður þurfi að borga einhverja skatta borgar það sig. Maður fær allavega það sem vantar og þetta tekur ekki nema nokkra daga. Sendingakostnaður er ekki svo mikið hærri frá Danmörku.
Frá þessari verslun er hægt að panta nánast allt í perlusaum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)