Færsluflokkur: Bloggar
30.10.2008 | 19:18
Kærleiksbirnirnir komnir á kreik
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2008 | 15:04
Gudda
Á fyrsta fundi Kvenfélagsins Sifjar sem haldin var í fyrrakvöld... vísa hér með á pistilinn hennar Önnu http://blossom.blog.is/blog/blossom/ -voru flutt hin ýmsu skemmtiatriði bæði af nefndarkonum og gestum. Þar má nefna, upplestur, brandara, vísur, söng og fl. Meðal vísna sem fluttar voru, voru vísur um Guddu sem að sögn (sumra) var drykkfelld gleðikona. Ekki voru allir sammála þessu og fór einn gesturinn með vísu eftir Magnús Ólafsson frá Botni þessu til staðfestingar.
Rjúfið ekki fjallafrið
ferðaslæpings rónar.
Glettist ekki Guddu við
girndum hlaðnir dónar
Skorað var á kvenfélagskonur að safna saman vísum um Guddu en þær eru víst æði margar. Persónulega finnst mér það vera í verkahring vegagerðarmanna að gera Guddu hátt undir höfði, því það voru jú þeir sem glettust við Guddu og nudduð sér utan í hana eða ráku sig óvart í hana eins og einn gamall vegagerðarmaður sagði í gær.
Gudda má ekki falla í gleymskunnar dá
Kleifaheiðarhjónin
Þó að halli hausti að
hræðist valla frúin,
það er kall, sem kveður að,
Kleifafjallabúinn.
Hans á hvarmi blikið brann,
blíðu varma gefur,
kletta armi hörðum hann
hana að barmi vefur.
Þegar fagurt sjónarsvið
svæfir rökkrið brúna,
karlinn fer að kela við
Kleifaheiðarfrúna.
Hjá þér dvaldi í ástaryl
ekki baldin frúin,
upp við kalda klettaþil
klakafaldi búinn.
Blíðu hótin bergmálsskraf
í blænum þjóta og falla,
þið eruð mótuð ástum af
upp hjá rótum fjalla.
Þó við ástar atlot hlý
unað löngum hafi,
hún mun taka þátt í því
það er enginn vafi.
Sól er hnigin yzt við ós
ofar skýja feldi,
geislum vígir runna og rós
rökkri í að kveldi.
N.N.
Úr Árbók Barðastrandarsýslu 1955-1956
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2008 | 10:31
Fárviðrið...
ekki í fjármálaheiminum, heldur það sem gekk yfir landið í gærkveldi. Hér var svo sem ekkert aftaka veður en mikil ofankoma og mjög blint. Vil ég hér með koma á framfæri þakklæti til Björgunarsveitarinnar Blakks fyrir að bjarga mínu fólki til byggða. Það tók þau fjóra tíma að komast innan frá Brjánslæk og heim sem venjulega tekur um hálf tíma.
Davíð, Smári og Þorbjörn, vantar nafnið á þeim fjórða. Takk fyrir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.10.2008 | 17:41
Myndir frá nýliðinni helgi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2008 | 09:30
Dyggðirnar fimm
Draumurinn sem mig dreymdi í nótt
Mig dreymdi að ég kæmi inn í búð ásamt annarri konu, þar var fyrir afgreiðslukona sem hét Hrafnhildur og var hún að selja eitthvert skraut sem hún kallaði dyggðirnar fimm konan sem var með mér keypti sér svona en ég sagði við sjálfa mig að það væri nóg af skrauti á mínu heimili, þannig að ég keypti ekkert.
Nú veit ég ekki hvort eitthvað er til sem heitir dyggðirnar fimm en prófaði að gúggla og fékk þá upp þessa mynd.
Nú vantar mig bara draumráðningarmanneskju
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2008 | 12:07
Þarna einhvers staðar er það litla sem við áttum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2008 | 14:16
Jólagjöfin í ár
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)