Færsluflokkur: Bloggar
24.11.2008 | 10:34
Svona fór um sjóferð þá
Ákveðið hefur verið að færeyska ferjan Norræna hætti að koma við í Björgvin í Noregi og á Skotlandi í hringferðum sínum. Þess í stað mun ferjan sigla milli Færeyja, Íslands og Danmerkur. Færeyska lögþingið samþykkti nýlega að leggja Smyril Line, sem gerir skipið út, til jafnvirði 670 milljóna íslenskra króna til að koma í veg fyrir gjaldþrot félagsins.
Fram kemur á heimasíðu Smyril Line, að siglingar Norrænu til Íslands hefjist aftur þann 4. apríl á næsta ári frá Esbjerg í Danmörku. Tvær ferðir verði í viku til Færeyja frá Danmörku yfir sumarið en ein til Íslands eins og verið hefur í stað þess að sigla til Íslands á laugardegi frá Danmörku er nú siglt þangað á þriðjudegi frá Danmörku og komið til Seyðisfjarðar á fimmtudegi. Af mbl.is 18. nóv
Um síðast liðna verslunarmannahelgi tók vinkona mín það loforð af okkur að við kæmum til Noregs næsta sumar og átti að fara með Norrænu til Bergen og keyra þaðan til Voss. Fyrst var það kreppan sem við ætluðum ekki að láta hafa áhrif á þessa áætlun okkar og nú er það ferjan sem á að sigla til Esbjerg í Danmörku í stað Bergen, þannig að þetta verður keyrsla upp á einhverja allt of marga km, sem ég er ekki tilbúin í með alla mína ferðafælni og ekki viss um að við treystum okkur til að keyra þetta þar sem við erum ekki vön akstri erlendis þó svo að við höfum komið út fyrir landssteinana. Ekki kemur til greina að fljúga því ég er nú svo trufluð gagnvart flugi að ég mundi ekki einu sinni þora á flughræðslunámskeið. Nú svo eru það eftirstöðvar af bílaláni sem hafa hækkað um tæp tvö hundruð þúsund á liðnum vikum og ætla ég að nota sumarfríspeningana til að borga það upp. Ekki það að ég sé að kvarta en ég á mjög erfitt með að sætta mig við þá aðstöðu sem margt fólk er komið í, sérstaklega fólk sem ekki tók þátt í þessu svokallaða góðæri sem við urðum ekki svo mikið vör við á landsbyggðinni.
Þannig að nú eru öll sund lokuð gagnvart sumarfríinu.
Margur verður af aurum api
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2008 | 16:59
Út fyrir peruna
Heyrði þennan í gær.
Sá sem fer út fyrir peruna er ekki í lagi
Það hafa sem sagt margir farið út fyrir peruna að undanförnu
Bloggar | Breytt 21.11.2008 kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2008 | 14:10
Góður þessi
Íslenskur lýtalæknir var staddur á ráðstefnu erlendis með kollegum
sínum. Eftir langa og stranga dagskrá ráðstefnunnar héldu
ráðstefnugestir á öldurhús og gerðu sér glaðan dag. Eftir því sem líða
fór á kvöldið og nóttina þynntist hópurinn og loks sátu einungis þeir
þaulsetnustu eftir.
Þegar þeir höfðu ekkert meira að tala um fóru þeir að segja hetjusögur
af þeim afrekum sem þeir höfðu unnið á skurðborðinu.
Einn Bretinn sagði sögu af því að hann ásamt teymi sínu hafi tekið á
móti sjúklingi sem missti höndina í prentsmiðju. Á sjúklinginn græddu
þeir nýjan handlegg, lófa og fingur og eftir að hann kom til starfa
aftur varð hann svo góður og öflugur verkmaður að hann vann á við 4 og
því fóru þrír á atvinnuleysisskrá sem áður störfuðu hjá fyrirtækinu.
Rússneskum lækni fannst ekki mikið til þess koma og sagði frá manni sem
lent hafði inní kjarnaofni. Þeir fengu ekkert annað en hárið inná
skurðborðið til sín, græddu á það höfuð, búk og útlimi. Þessi maður varð
svo góður verkmaður þegar hann snéri aftur til starfa að hægt var að
segja upp heilli vakt í kjarnorkuverinu, 9 manns fóru á atvinnuleysisskrá.
Íslenski læknirinn sagði iss við þessari sögu. "Ég var einu sinni
staddur niðrí Austurstræti og fann rosalega vonda prumpulykt. Ég veiddi
hana í poka og brunaði með hana uppá Borgarspítala og skellti henni á
skurðborðið. Við græddum á þetta búk, höfuð, útlimi og enduðum með að
setja krullur ofaná þetta allt saman. Úr þessu varð Davíð Oddsson og
hann er á góðri leið með að setja alla þjóðina á atvinnuleysisskrá".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.11.2008 | 11:41
Mesta olnbogabarn hinnar íslensku þjóðar
Góður þáttur hjá Guðmundi Andra í gærkvöldi Andrarímur
Hver veit nema ég nái mér í þessa bók á bókasafninu
http://www.heimur.is/heimur/timarit/sky/greinar/?cat_id=52272&ew_0_a_id=218890
Hef aldrei heyrt um þennan mann nema hjá Megasi Birkiland og ég
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 12:19
11/11 1994 og 2008
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 11:40
Víða kemur kreppan við
Útlitið er dökkt fyrir komandi þorrablót að sögn Guðmundar Páls Óskarssonar, hákarlsverkanda í
Hnífsdal. Vestfirðingar og jafnvel allir landsmenn sjá fram á hákarlsskort á þorrablótum vetrarins vegna skorts á hráefni.
Hákarlinn er með allra stærstu fisktegunda en talið er að hann geti náð 7 metra lengd þó algengastur sé hann mun minni eða 2-3 metrar. Hákarl er all mismunandi litur oftast grár eða grábrúnn, og er ekki eins rennilegur og margir hraðsyndir frændur hans í suðlægum höfum, enda er hann hægsyndur og getur vart talist hættulegur. Leggst hann sennilega mest á hræ og aðra hægsynda fiska. Íslendingar hafa hin seinni árhundruð haft mikil not af þessu dýri. Lengi var hann veiddur vegna lifrarinnar en úr henni var unnið lýsi til útflutnings. Sú var tíðin að stræti Kaupmannahafnar voru sögð lýst upp með íslensku hákarlalýsi. Reyndar er orðið "lýsi" s þannig tilkomið, þ.e. dregið af orðinu ljós.Ýmis önnur not höfðu höfðu menn af kind þessari,t.d. varskrápurinn til margra hluta nytsamlegur jafnvel er hægt að nota hann til að pússa tré. Matfiskur getur hann vart talist þó vissulega eti margir hold hans hrátt til hátíðabrigða.Hold hákarlsins er þó í raun eitrað, en með því að leyfa þeim efnum að brotna niður með kæsingu má gera hann hættulausan þótt misjafn sé smekkur manna fyrir þeirri afurð. Hákarlar gjóta lifandi ungum eins og algengt er meðal háfiska, viðkoman er sennilega lítil en dýrin geta orðið þeim mun eldri. Íslandsvefurinn |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2008 | 12:44
Sú langbesta
Skúffukaka
- 4 1/2 dl sykur (má vera minna)
- 175 g lint smjörlíki
- 2 egg
- 4 1/2 dl hveiti
- 1 tsk. natron
- 1/2 tsk. lyftiduft
- 1 1/2 dl vatn (kalt)
- 3 tsk. vanillusykur
- 1 dl. kakó (dökkt) (Cadbury´s er best)
- 1 tsk. salt
- 2 dl súrmjólk
Aðferð
Öllu hrært saman í hrærivél. Skúffan smurð og deigið sett í. Bakað í 20-30 mín. við 200°C í miðjum ofni.
Krem
- 100 gr brætt smjörlíki
- Ca. 6 dl flórsykur
Þetta hrært vel saman.
- 3 1/2 msk. kakó (dökkt)
- 3 msk. kaffi
- 3 tsk. vanillusykur
Bætt út í sykurblönduna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2008 | 18:03
Takk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)