Færsluflokkur: Bloggar

Ticino ?

Ticino kló með jörð 10A

Þegar við vorum að koma okkur upp húsnæði á árunum 1976-78 voru í tísku Ticino tenglar, ítalskir að ég held. Nú er svo komið að þetta er ófáanlegt á landsbyggðinni en fæst einhvers staðar í Rvk á okurverði. Þar sem við erum ekki tilbúin að skipta út fyrir venjulega tengla, er spurning hvort einhver hafi verið að skipta út hjá sér og væri tilbúinn að láta tengla fyrir sanngjarnt verð?

geli@simnet.is


Dog shit

hreinsa_upp_eftir_sig (Large)

Þeir mættu nú taka sér þennan til fyrirmyndar hundarnir á Patró eða eigendurnir að kenna þeim svona hreinlæti svo fólk vaði ekki í hundaskít hvar sem það drepur niður fæti


Jólasveinavísur í nýjum búningi

Bylgjunni bárust þessar skemmtilegu vísur í nýjum búningi en höfundur er ókunnur.

santa-list-present1.
Glitnisgaur kom fyrstur,
gráðugur í öll bréf.
Hann laumaðist í vasana
og lék með fólksins fé.
Hann vildi sjúga þjóðina,
þá varð henni ekki um sel,
því greyið var sko afæta,
það gekk nú ekki vel.
2.
Björgúlfsaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið úr skipi hafsins
og skaust í bankann inn.
Hann faldi sig í Rússlandi
og froðunni stal,
meðan bjórmeistarinn átti
við Yeltsín gamla tal.
3.
Bjármann hét sá þriðji,round-santa
böðullinn sá.
Hann krækti sér í milljarða
þegar kostur var á.
Hann hljóp með þá til Noregs
en hirti ekki um sjóðina,
sem féllu hver af öðrum
við sjáum núna slóðina.
4.
Sá fjórði, Bændasleikir,
var fjarskalega sljór.
Og ósköp varð hann leiður,
þegar bankadruslan fór.
Þá þaut hann eins og Welding
og þotuna greip,
og flaug með henni í Londonsanta-and-reindeer
því krónan var svo sleip.
5.
Sá fimmti Smárasnefill,
var skrítið fjármagnsstrá.
Þegar hinir fengu í nefið
hann barði dyrnar á.
Þeir ruku'upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti' ann sér að pokanum
og fékk sér góðan verð.
6.
Sá sjötti Sigjónárna,
var alveg dæmalaus.-
Hann framundan rústunum
rak sinn ljóta haus.
Þegar fólkið vildi skýringar
á auralausum reikningum,
hann slunginn var að afsaka
og skyldi ei neitt í hlutunum.
7.
Sjöundi var Heiðarmár,
sá var sjaldan sýndur,
ef fólkið vildi tal af 'onum
hann var alltaf týndur.
Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó þjóðarskútan maraði
þá hálfu kafi í.
8.
Baugabur, sá áttundi,
var skelfilega þver.
Hann hluta keypt'af bönkunum
með hluta úr sjálfum sér.
Svo lánaði hann sér milljarða
og yfir öðrum gein,
uns stóð hann á blístri
og stundi og hrein.
9.
Níundi var Nógafaur,
næmur á fé og snar.
Hann hentist út um heiminn
og hluti keypti þar.
Á enskum bita sat hann
í símaleik
og át þar hluti drjúga,
enga Breta sveik.
10.
Tíundi var Skallakjaftur,
tungulipur mann,
sem hamaðist á landslýð
og æsti upp hann.
Ef vammlegt var hvergi
né ósiðlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.
11.
Ellefti var Stjórnaskelfir
aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hláleg
og heljarstór eyru og nef.
Ef fnyk af féhyggju
ekki hann fann,
þá léttur, eins og reykur,
lyktina upp spann.
12.
Sólráður, sá tólfti,
kunni að spinna vef.-
Hann þingmannasveitina
sveigði í kosningaþref.
Hann krækti sér í fylgi,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist enginn
akkurinn hans þá.
13.
Þrettándi var Kreppugeir,
þá var komið kvöld,
alltaf kom hann síðastur
á bankahrunsöld.
Hann blekkti litlu börnin sín,
sem mótmæltu prúð og fín,
og trítluðu um bæinn
með spónaspjöldin sín.


Tomman af sjónvarpi

Sjónvörp

Auglýsing frá Hátækni

 


Það var sko tætingur

TímiVindurMesti vindur / hviðaHitiUppsöfnuð úrkomaRaka-
stig
Fös 12.12
kl. 06:00
Austanm/sm/s  /  10 m/s0,2°C0,1 mm / 1klst85 %
Fös 12.12
kl. 05:00
Aust-suð-austanm/sm/s  /  12 m/s-1,2°C0,5 mm / 1klst101 %
Fös 12.12
kl. 04:00
Suð-suð-austanm/sm/s  /  13 m/s0°C0,6 mm / 1klst94 %
Fös 12.12
kl. 03:00
Sunnanm/sm/s  /  15 m/s1,6°C0,1 mm / 1klst77 %
Fös 12.12
kl. 02:00
Sunnanm/sm/s  /  15 m/s1,8°C0,6 mm / 1klst82 %
Fös 12.12
kl. 01:00
Sunnanm/s18 m/s  /  32 m/s2°C1,8 mm / 1klst90 %
Fös 12.12
kl. 00:00
Austan 23 m/s26 m/s  /  36 m/s1,6°C6 mm / 1klst98 %
Fim 11.12
kl. 23:00
Austan 26 m/s26 m/s  /  35 m/s2,3°C2,6 mm / 1klst96 %
Fim 11.12
kl. 22:00
Austan 24 m/s24 m/s  /  32 m/s2,5°C2 mm / 1klst91 %
Fim 11.12
kl. 21:00
Aust-suð-austan 23 m/s23 m/s  /  31 m/s2,7°C1,4 mm / 1klst92 %
Fim 11.12
kl. 20:00
Austan 15 m/s17 m/s  /  24 m/s2,5°C1,8 mm / 1klst96 %
Fim 11.12
kl. 19:00
Austan 13 m/s13 m/s  /  18 m/s1,6°C1,6 mm / 1klst98 %
Fim 11.12
kl. 18:00
Austan 12 m/s12 m/s  /  15 m/s1,8°C0,3 mm / 1klst93 %

Eins sést hér á töflunni fyrir ofan fór vindur í 36m/s og var þetta svolítið hrikalegt og ég ekki sú allra sterkasta í svona látum. Það var eins og tröllahrammar færu höndum um húsið og rigningin eftir því. Feðgarnir stóðu vakt í forstofunni við að vinda upp því útidyrahurðin er ansi tæp í suðaustanátt. Mestar áhyggjur höfðum við þó af bátnum hér fyrir innan húsið en hann stóð þetta af sér. Þá var hér rafmagnslaust öðru hvoru. Við dáðumst þó af manninum sem bankaði hér upp á, á tólfta tímanum þegar mesti veðrahamurinn gekk yfir og var hann með pakka frá leynivinaheimilinu.  


Bucilla

Bucilla Holiday Lighthouse Christmas Felt Kit (Large)

Fékk þetta í afmælisgjöf í gær. Hef aldrei saumað þessar Bucilla vörur svo nú þarf að fara að læra. Ég hef séð marga fallega jólasokka frá Bucilla.

sokkur 1sokkur 2sokkur 3


Góður dagur í dag

Byrjuðum á því að fara á bingó þar sem við fengum tvo vinninga. Vöruúttekt og 3ja kílóa konfektdós. Bingóið var á vegum Kvenfélagsins Sifjar til fjáröflunar fyrir hjálparsjóð félagsins. 

Síðan fórum við á tónleika hjá Karlakórnum Vestra. Virkilega góðir tónleikar hjá þeim.Jólatónleikar 2

Jólatónleikar 1


Sörur

Sörur

 

200 g. fínt malaðar möndlur

3 ¼ dl flórsykur, sigtaður

3 eggjahvítur

 

Smjörkrem:

¾ dl sykur

¾ dl vatn

3 eggjarauður

150 g smjör

1 msk. kakó

1 tsk. Kaffiduft (neskaffi)

u.þ.b. 250 gr hjúpsúkkulaði

 

Blandið fínt möluðum möndlunum saman við flórsykurinn, Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og þeim blandað varlega saman við möndlu-og sykurblönduna. Deigið er sett með teskeið á bökunarpappír og bakaðar við 180°C í u.þ.b. 15 mín. og látnar kólna. (A.T.H. Í blástursofni þar aðeins minni hita)

 

Smjörkrem:

Vatn og sykur er soðið saman í sýróp, það tekur u.þ.b. 8-10 mín. Þeytið eggjarauðurnar þar til þær eru kremgular og þykkar og hellið þá sýrópinu í mjórri bunu út í og þeytið á meðan. Þetta er látið kólna, síðan er mjúku smjörinu bætt út í og þeytt á meðan. Nú er kakó og kaffi (gott að setja kaffið gegnum sigti) sett út í og kremið er tilbúið nema það þarf að kólna vel áður en það er sett á kökurnar.Setjið þykkt lag af kremi neðan á kökurnar og og dýfið kremhliðinni í bráðið hjúpsúkkulaðið.

Gott er að frysta kökurnar með kreminu áður en þær eru hjúpaðar.


Ekki blótað í mínum fjórðungi...

Blót 

nema Snæfellsnes sé komið á Vestfirði, það væri nú eftir öðru.

Vona bara að þær vaki yfir okkur Vestfirðingum líka.

Allavega vaka mínar vættir yfir mér

Landvættirnar


Einhvern meginn

Hvað þýðir þetta „einhvern meginn“ ? Heyri þetta oft í viðtalsþáttum í sjónvarpinu og síðast í gærkvöldi hjá Bryndísi Schram. Ég er ekki íslenskufræðingur en ég hélt að maður segði „einhvern veginn“

Svo ætla ég að koma með aðra athugasemd eða ábendingu. Það er um flaggstangir. Það fer óskaplega í taugarnar á mér að sjá flaggstangir hér í bæ halla út og suður. Á laugardaginn var hér jarðarför og þar af leiðandi flaggað í hálfa stöng. Á leið minni í kirkju fór ég fram hjá þremur hallandi stöngum. Ég ætla bara að vera leiðinleg og nefna það hvar þær voru því þetta er búið að pirra mig lengi. Mér finnst fánanum vera sýnd óvirðing með þessu. Fyrsta stöngin var hjá bæjarstjóranum, þá var það stöngin hjá prestinum og svo stöngin við íþróttahúsið. Skora ég hér með á umsjónarmenn viðkomandi stanga að lagfæra þetta. 

Til hamingju með daginn

Animated-Flag-Iceland

http://www.fani.is/log.htm

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband