23.10.2009 | 08:22
Frá kærleiksbirninum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2009 | 12:07
Slæm hugmynd
Beita húsdýrum á hringtorgin
Náttúruvernd Ísafjarðarbær mun gera tilraun með að beita húsdýrum á lítið notuð græn svæði í bænum næsta sumar. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir mögulegt að lækka kostnað við slátt, auk þess sem húsdýrin séu á allan hátt umhverfisvænni en sláttuvélarnar.
Einhver þarf að slá grasið, og dýrin gera það vistvænt og fyrir lítið fé, og svo bera þau auðvitað sjálf á blettinn," segir Ralf. Hann segir að líklega verði það einkum kindur og hestar sem verði fyrir valinu. Svæðin sem þau fái til beitar verði væntanlega girt af tímabundið með rafmagnsgirðingum.
Í raun er hægt að prófa þessa aðferð á flestum svæðum sem eru notuð lítið eða óreglulega, allt frá opnum svæðum í útjaðri bæjarins til hringtorga, segir Ralf. Þó sé sérstaklega áhugavert að beita kindum á svæði þar sem kerfill sé til vandræða, enda sé jurtin skæða ekki til vandræða á túnum þar sem kindur gangi lausar.
Ekki spillir fyrir að dýrin gætu orðið vinsæl hjá fjölskyldum í gönguferð, segir Ralf. Í framhaldinu mætti skoða kerfi þar sem lóðaeigendur geti leigt kind eða kindur til að sleppa við að slá blettinn. Eftir er að skoða ýmsa þætti, til dæmis hvernig brugðist verði við sleppi dýrin úr girðingu, hversu mörg dýr þurfi á hvert tún og í hversu langan tíma. - bj
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2009 | 10:19
Við borgum ekki.
Fréttablaðið selt úti á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.10.2009 | 04:41
Held ég sleppi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 10:03
Krýningin og fl. munstur.
Í gærmorgun voru mér gefin þrjú gömul útsaumsmunstur og fylgdi þeim sú saga að þau hefðu verið pöntuð eftir auglýsingu úr Mogganum. Þar sem ég er að eðlisfari svolítill grúskari í mér lagðist ég í leit á blaðinu hjá Landsbókasafninu og fyrir ótrúlega tilviljun fann ég ekki bara eina auglýsingu heldur tvær. Sú fyrri er frá 1949 og hin síðari frá 1966. Það sem vakti athygli mína var nafnið Álfheiður Ingadóttir Í allan gærdag velti ég þessu kunnuglega nafni fyrir mér. Að lokum rofaði til. Álfheiður er þingkona og dóttir konunnar sem gaf út þessi fallegu munstur. Allar þessar fjórar myndir hanga uppi á æskuheimili mínu og prýða þar veggi.
Það fyrsta sem ég heyri í fréttum í morgun, er að þessi kona sem sótti svo á huga minn í gærdag hafi verið valin til að taka við embætti heilbrigðisráðherra.
Bloggar | Breytt 2.10.2009 kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.9.2009 | 13:06
Ef einhver...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2009 | 16:25
Mikið púsl eftir
Bloggar | Breytt 15.9.2009 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2009 | 11:13
Tapað - fundið
Ég vil biðja þann sem tók til handargagns poka sem ég gleymdi á innkaupakörfu í Bónus í Borgarnesi s.l. föstudag, að hafa samband í síma 456-1374. Í pokanum var bolur (túnika) sem ég hafði keypt í Hagkaup
Það er misjafnt hvað fólk er skilvíst á það sem það finnur. Í Varmahlíð í Skagafirði gleymdi ég veskinu mínu með öllum mínum kortum og skilríkjum. Þar var heiðarlegur maður sem hafði samband við mig og sendi mér veskið í pósti. Vil ég þakka Pétri fyrir þá fyrirhöfn sem hann hafði af þessari gleymsku minni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)