Steinn

Picture 010

 

 


Móðir jörð

 

Á þessu heimili er

"Móðir jörð"

ekki borin inn á gólf 

Í gær bankaði kunningjakona mín upp á og bauð ég henni að sjálfsögðu inn, þegar hún gerði sig líklega til að fara inn á skónum sagði ég góðlátlega við hana "viltu fara úr skónum" þá sagði sú góða kona "helvítis frekja ertu" ég varð nú bara kjaftstopp og reið. Ég hef nú aldrei fyrr fengið orð fyrir að verja frekja hvað þá helvítis frekja, en auðvitað var það hún sem var helvítis frekja og dónaleg við mig á mínu heimili.

Nú er ég búin að hengja ramma upp í forstofunni sem í stendur "Á þessu heimili er "Móðir jörð" ekki borin inn á gólf.


Svínshryggurinn

xfrclh-sml

 

Byrjaði hjá sjúkraþjálfara á dögunum sem er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi, nema þegar þjálfarinn er búin að skoða mig, taka af mér skýrlsu og setja á mig einhvern leisergeisla segir hann, ég ætla að setja þig á svínshrygginn........... ég hélt nú andlitinu og þóttist alveg vita hvað hann væri að meina, en fyrir hugskotssjónir mínar flaug mynd af mér liggjandi á jólasteikinni, skreytt með ananas og fl.

og fjölskyldan sitjandi sár- HRYGG kringum borðið.... þar fór jólasteikin fyrir bí.

Svo rofaði nú smá saman til, þetta var auðvitað ekki eini svínahryggurinn í landinu, alltaf nóg af hamborgarhryggjum til fyrir jólin.

Þjálfarinn teygir sig eftir einhverju sem líkist SVÍNAHRYGG, þetta er þá eins og hryggur í laginu nema úr frauðplasti, leggur þetta á gólfið, rúnnaða hliðin niður, sýnir mér svo hvernig á að leggjast á þetta.

Þetta er hið mesta þarfaþing því það er heilmikið mál að ná jafnvægi á þessu og um leið styrkjast bæði bak og magavöðvar.

Svo nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af jólasteikinni.


Laxinn sem varð að urriða

Picture 001

Skellti mér í að ná í tvo laxa sem ég átti í frystikistunni sem ég ætlaði að grafa. Hafist var handa við flökun, en eitthvað var bogið við annan laxinn svo nú var náð í fiskabók og spáð og spekúlerað og komist að þeirri niðurstöðu að annar fiskurinn væri urriði (3 pund) og mikið fallegri en laxinn.

Picture 006

Nammi namm


Kross

Picture

Svolítið spes þessi gamli kross, með nokkurskonar gægjugati. Þegar maður gægist sést kirkja.

 


Guðrún frá Sjöundaá (eftir hvarf Jóns)

Picture 273 (Small) 

Hvar er Jón ? Eg varla voga.

vegfarandi, að segja þér.

Hann er horfinn, dáinn – drepinn,

duldir vættir hvísla að mér.

Úr Skorarfjalli hróp eg heyri

hræðileg, þá nótt er dimm.

- Illum verkum örlög fylgja:

angist, kvíði, hegning grimm.


Á þöglu kvöldi eitt sinn eftir

yndisblíðan dag í vor,

hafgúuna heyrði eg syngja

harmaljóð við kalda Skor,

líkt sem væri blíð í bænum

barn að svæfa skerin við.

Hérna úti á ægisdjúpi

einhvern vantar, huggun frið.


Ó, mér finst sem illir andar,

umhverfis mig reiki hljótt,

og í myrkrum svífi svipir,

svefn er banna hverja nótt.

Eg er eins og kvik á kistu;

kvein mín vekja engan hljóm;

hér eg hefi, læst í læðing,

lesið sjálf minn feigðardóm.


Eg er ekkja, mist hef makann;

myrkrið tók hann frá mér burt,

hann er viltur, seldur, seyddur ;

segið engum manni hvurt.

Ó, eg veit hann flagðsins fremur

fólsku þrungin grimdarverk.

Bænir mínar engu orka,

ilskan hefir tök svo sterk.


Eins eg óska af veikum vilja;

vernda smáu börnin mín,

er eg sé í heljar hengjum

híma þar, sem voðinn gín.

Þeirra framtíð hrygg eg hræðist.

Hver mun þeirra líkn og vörn ?

Æ, æ, forðist myrkrið, myrkrið !

móðurlausu, viltu börn.


Maður, fát mitt fyrirgefðu,

firt mig hefir viti og ró

einhver voða heiftug hræðsla,

hverja ei fæ skilið þó.

Jú eg veit mín bani bíður,

bugar heilsu sultur megn,

og eg finn, að Helja hefir

hjartans fylgsni stungið gegn.


Vertu sæll ! Þau hlusta, hlusta.

Heyrirðu ekki fótatak ?

Eg er sem hjá Helju í haldi,

háðung skýlir kotsins þak.

Heyrðu grátinn, börnin bíða,

biðja mig að koma fljótt.

- Drottins náð oss verndi og verji -

vegfarandi, góða nótt.

 

                  Uppl. um höfund óskast




Huggun

000 

Þó að leiðin virðist vönd,

vertu aldrei hryggur;

Það er eins og hulin hönd

hjálpi, er mest á liggur.

               Jón S. Bergmann


"Jafnvægið"

jafnvægi 

Þó byggðin á annesjum bregðist

og býli í dölunum innst,

menn skoða það ekki sem skaða

og skynsamlegt ýmsum það finnst

að halda nú undan og hopa

af hólmi í þéttbýli mest,

menn hafa þó vit á að velja

og vera hvar líkar þeim bezt.


Inn landkunni landnáma hringur,

sem liggur nú brotinn og mjór,

hann eyðist nú bæði að innan

og eins þar sem liggur að sjór.

Það má ekki við því ið minnsta

og magnlausast ríki á jörð

að minnka að utan og innan

og afnema ræktaðan svörð-.


Og dýrmætust er hún nú orðin

in afskekkta byggð þessa lands,

því Íslendings eðlið hún fóstrar

og óbrjálað tungumál hans,

það höfum við haft fyrir sannað,

en hitt er nú enn ekki víst,

að borgir það meti ið mesta,

er missa við viljum þó sízt.

                             Sigurður Norland


Ég sendi þér vina....

 

Ég sendi þér vina mitt sætasta ljóð

þú ert sætasta mamma í heimi.

Þú hefur verið mér vinkona góð

sá vinur sem aldrei ég gleymi.


Mig langar að færa þér glóandi gull

og gimsteina skreytta með rósum.

Peysur og kápur úr íslenskri ull

og útlenskar kökur í dósum.


Ég fagna því mamma hve frábær þú ert

þó fimmtíu ár séu liðin.

Síðan hún amma svo indæl og sperrt

ákvað að tæma á sér kviðinn.


Af hverju er talað um áranna fjöld?

Af hverju mælum við tímann?

Ég finn ekki muninn á ári og öld

ef einlæg er vináttuglíman.


Ef munum við vel það sem meistarinn (k) hvað

og mestu í rauninni skiptir.

Að kærleikur sannur þú kenndir mér það

er kraftur sem fjöllunum lyftir.


Þú hefur verið mér vinkona slík

að vandi er spor þín að fylla.

Von mín er sú að ég verði þér lík

og veginn þinn fái að gylla.


                                             NN

 

Upplýsingar um höfund óskast.



Mynd af tré

 Þessa ábendingu fékk ég í dag og vil bara þakka fyrir hana.

  Mynd af tré

"Myndin af trénu sem þú birtir undir liðnum "about" er tekin af ljóðabók eftir Arngrím Vídalín sem skáldafélagið Nykur gaf út á síðasta ári. Það er mjög óæskilegt að skanna inn bókarkápur og nota á þennan hátt -- og það gæti haft afleiðingar. Ég vil biðja þig að nota einhverja aðra mynd."

Ég vil taka það fram að ég skannaði ekki inn þessa mynd hún er aðgengileg öllum á Netinu. það er spurning hvað má og hvað ekki á þessari tæknivæddu öld, En skítt með það, myndin sem er undir liðnum "about" núna er algjörlega mín eign.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband