6.2.2008 | 21:20
Hrossasmölun og kindadráp
Fólk eitthvað að æsa sig yfir hrossasmölun Landhelgisgæslunnar, þau fengu þó að lifa.
Hver man ekki eftir þessu?
Bloggar | Breytt 7.2.2008 kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 01:56
Öskudagur
Hinn eiginlegi föstutími hefst miðvikudaginn eftir sunnudag í föstuinngang. Þá eru fjörutíu virkir dagar til páska. Þessi dagur heitir öskudagur hjá okkur (dies cinerum). Það nafn eða lík nöfn á þessum degi eru algengust í hinum kristna heimi. Askan er tákn iðrunar og er víða notuð í helgihaldi þess dags.
Mánudagur og þriðjudagur fyrir öskudag bera ýmis nöfn. Þriðjudagurinn kallast sprengidagur, (eða sprengikvöld) og heitir svo vegna þess að á þeim tímum þegar fólk tók alvarlega fyrirmælin um hina ytri föstu var hann síðasti dagurinn sem neyta mátti kjöts, allt til páska. Heitið bolludagur á mánudeginum er ungt heiti og tekur mið af síðari tíma venju.
Ýmislegir siðir í sambandi við þessa daga, eins og að stunda ærsl og læti á öskudaginn, eða ýmislegar kjötkveðjuhátíðir erlendis, standa nú orðið í mjög óljósum tengslum við hina eiginlegu föstu.
Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sumstaðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta, og til þess notaður jafnvel sérstakur vöndur. Annarsstaðar þekkist að ösku sé smurt á enni kirkjugesta. Eins og lesa má á mörgum stöðum í Biblíunni, táknar aska hið forgengilega og óverðuga en að auki hefur hún verið talin búa yfir heilnæmum og hreinsandi krafti. Langafasta er hinn kirkjulegi tími iðrunar og dreifing ösku yfir söfnuðinn minnir hann á forgengileikann og hreinsar hann um leið af syndum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 22:12
Kostgangararnir
Er með nokkuð marga kostgangara m.a. hrafna, snjótittlinga og skógarþröst. Hrafnarnir fá það sem til fellur, borða flest sem að þeim er rétt nema kartöflur. Korni er hent út á skafl fyrir snjófuglana. Fyrir skógarþröstinn bjó ég til fituríkan rétt, eldaði hafragraut og setti í hann mörflot og smá matarolíu setti í form og kældi. Síðan brytja ég þetta smátt niður og fær hann þetta á sinn stað á sólpallinum þar sem hrafninn nær ekki í það, einnig fær hann epli og sætar kökur, smjör á sunnudögum. Í dag uppgötvuðu nokkrir snjófuglar nægtarborð þrastarins og réðust að honum, ekki átti ég nú von á að hann gæfi sig fyrir tveimur smáfuglum, jú hann fór bara til hliðar og beið meðan þeir borðuðu nægju sína. Ekki má gleyma mýslunum, þær láta sjá sig öðru hvoru. Þá kom selkópur inn á heimilið síðasta vor, en sem betur fer stoppaði hann ekki við nema nokkra klukkutíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 10:40
Ferðavinningur
Það er ekki á hverjum degi sem maður fær ferðavinning, fékk einn slíkan í gærkvöldi og er að hugsa um að bregða mér til sólarlanda.
Guðný hefur hlotið utan-eða innanlandsferð að eigin vali, hvert sem hún vill, á eigin kostnað. Má greiðast með hvaða mynt sem er, jafnvel Evrum, allt eftir aðstæðum, eða korti af hvaða tagi sem er.
Takk flatkökur
Eða voru það skonsur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 10:07
Sprengidagur
Sprengidagur er á þriðjudegi 7 vikum fyrir páska. Kjötát á sprengidegi á rætur í kaþólskum sið enda var þetta síðasta tækifærið að borða kjöt fyrir föstuna. Helsti veislukosturinn var lengstum hangikjöt þar sem salt var af skornum skammti. Frá síðari hluta 19. aldar er vitað um saltkjöt og baunir á sprengidag og er sú hefð almenn í dag.
Enginn mátti nefna ket
alla föstuna langa;
hver það af sér heyra lét,
hann var tekinn til fanga.
Meiri fróðleik um sprengidag má lesa í bók Árna Björnssonar Saga daganna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 09:03
bolludagur
Bolludagur er á mánudegi 7. vikum fyrir páska og lendir á tímabilinu frá 2. febrúar til 8. mars . Sá siður að borða bollur og flengja barst hingað frá Noregi og Danmörku seint á 19. öld. Siðurinn að vekja fólk með flengingu á sér líklega kaþólska fyrirmynd í táknrænum refsingum sem sumir lögðu á sig á föstunni til iðrunar og minningar um pínu frelsarans. Þegar siðurinn barst til Íslands er ekki lögð dýpri merking í hann en sú að börn fengu útrás fyrir galsa sinn og gátu orðið sér úti um bollu. Bolludagur er íslenska heitið á þessum ágæta degi. Meiri fróðleik um bolludag má lesa í bók Árna Björnssonar Saga daganna
Bakaði bollur í gær en ætla ekkert að fara nánar út í þá sálma, veit bar að bollubakstur er ekki mitt fag.
Bloggar | Breytt 5.2.2008 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2008 | 07:28
Kyndilmessa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 05:56
Febrúar
Orðið febrúar er komið úr latínu, þar sem það hét Februarius. Uppruna sinn á það að rekja til Rómaborgar hinni fornu, en þar var haldin einskonar trúarsamkoma í helli við ána Tíber. Tveir ungir menn voru valdir til að slátra geitum, en síðan voru ristir þvengir úr húðum þeirra og fengnir unglingunum. Þessir þvengir voru kallaðir februa, en það merkir: hreinsunartæki. Þeim fylgdi sú náttúra að ef konur voru lamdar með þeim urðu þær ekki lengur ófrjóar. Síðan hlupu strákarnir um alla Rómaborg með hina helgu þvengi og lömdu með þeim allar þær ófrjóu konur sem þeir mættu. Töframáttur þvengjanna stafaði frá Júnó sem var frjósemisgyðja og kölluð Februaria. Þaðan er komið heiti mánaðarins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 16:09
Hveitikökur
Við mæðginin skelltum okkur í hveitikökubakstur í dag
Læt uppskriftina flakka með
8 bollar hveiti
6 tsk lyftiduft
1 1/4 bolli sykur
1 1/2 tsk salt
1 tsk natron
1/2 tsk hjartasalt
2-3 egg
100 gr smjörlíki
súrmjólk eftir þörfum
Ef til er súr rjómi er gott að nota hann í staðinn fyrir smjörlíkið, þá 1 pela
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2008 | 22:56
Svanasöngur Bítlanna
Á þessum degi árið 1969 héldu Bítlarnir síðustu opinberu
tónleika sína þegar þeir léku á þaki hljóðvers
síns í London. Nágrannar kvörtuðu undan hávaða og
lögregla skarst í leikinn og stöðvaði tónleikana. Í aprílmánuði
1970 tilkynnti Paul McCartney síðan að fjórmenningarnir,
John, Paul, George og Ringo, hefðu
slitið samstarfi sínu.
Bítlarnir eru sennilega áhrifamesti tónlistarhópur
allra tíma. Englandsdrottning heiðraði þá með orðu í
Buckingham-höll árið 1965. Við erum vinsælli en
Jesús Kristur, sagði John Lennon og þau orð hans
ollu miklu uppnámi og mótmælum.
Æstir Bítlaaðdáendur létu ekkert sem fjórmenningarnir
gerðu framhjá sér fara og töldu sig finna dulin
skilaboð í textum þeirra. Þegar platan Abbey Road
kom út þóttust þeir til dæmis sjá þar ýmis merki þess
að Paul væri dáinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)