Færsluflokkur: Bloggar
13.2.2009 | 18:24
Kirkjan okkar
Á Facebook hef ég stofnað síðu sem heitir Kirkjan okkar og er ætlunin að safna þar inn myndum og öðru efni sem tengist kirkjunni okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2009 | 10:49
„Casablanca“
Í gærkvöldi komum við kvenfélagskonur saman í Skjaldborgarbíói og horfðum á myndina Casablanca
Sagan gerist í borginni Casablanca sem var á þessum tíma í eigu Frakka en var hernumin af þjóðverjum. Þetta er dálítið kaldhæðnislegt að gera mynd um seinni heimstyrjöldina á hápunkti styrjaldarinnar, þ.e.a.s 1942. Myndin fjallar um bandarískan bareiganda Rick Baine, sem er í hálfgerðu "þunglyndiskasti" eftir að ástin hans stakk hann af í Frakklandi. Seinna meir kemur ástin hans Ilsa Lund (Ingrid Bergman) til Casablanca þar sem hún reynir að flýja til Bandaríkjana, þar kemur í ljós eitt leyndarmál hennar um fortíðina. Ég held að þessi mynd hafi verið svo fræg fyrir hversu vel hún er gerð, þ.e.a.s vel skrifuð, vel leikin og vel tekin. Myndin var tilnefnd til átta óskarsverðlauna en fékk bara þrjú.
Nú langar mig að sjá myndina The Ten Commandments en ég sá hluta af henni í kringum 1963
Starring: Charlton Heston, Yul Brynner, Edward G. Robinson, Anne Baxter, Yvonne De Carlo, Debra Paget, John Derek, Cedric Hardwicke, Nina Foch Directors: Cecil B. DeMille
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 21:12
Tilvitnun.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 10:07
Búlgörsk lambakjötssúpa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 22:03
Tunglið og Venus
Stjarna ein hefur skinið skært að undanförnu og verið áberandi í suðri skömmu eftir sólsetur. Þessi skæra stjarna er reikistjarnan Venus.
Venus er nefnd eftir hinni rómversku gyðju Venus, sem var gyðja ástar og fegurðar. Nafnið er líklega komið til vegna birtu og lit Venusar séð frá jörðu en hún hefur þótt afar falleg. Fyrirbæri á yfirborði Venusar hafa verið nefnd kvenkyns nöfnum (með nokkrum undantekningum þó). Í kínverskri, japanskri, kóreskri og víetnamskri menningu er hún kölluð Málmstjarnan, byggt á frumefnunum fimm.
Venus á sér nokkur heiti á íslensku. Þau eru: Blóðstjarna, Friggjarstjarna, Glaðastjarna, Kvöldstjarna og Morgunstjarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 10:29
Smá glæta
Í 1. tölublaði Framkvæmdafrétta 2009, er auglýst útboð um endurgerð á 7,4 km kafla á Rangárvallavegi (264). Vegna efnahagsaðstæðna var útboðinu frestað óákveðið en það var fyrst auglýst í október síðastliðnum.
Í næsta tölublaði framkvæmdafrétta sem kemur út 2. febrúar, er síðan reiknað með að bjóða út tvö stór verk, þ.e.a.s. Vopnafjarðartengingu (Bungulækur Vopnafjörður ásamt Hofsársdalsvegi) og kaflann Kjálkafjörður Vatnsfjörður á Vestfjarðarvegi um Barðaströnd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 11:56
Ég var einhvern tíman búin að segja að ég ætlaði aldrei að skrá mig inn á facebook
en svo bara gerðist það í gærkvöldi að ég skráði mig. Nú þarf ég bara að fara í læri.
Er að hugsa um að skreppa til Birnu Atla í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2009 | 16:34
Neyðarljós
Rafmagn skammtað á Vestfjörðum
Rafmagn er nú skammtað á Vestfjörðum og segir Hafþór Gunnarsson, fréttaritari okkar í Bolungarvík, að þar hafi verið rafmagnið verið tekið af fimm sinnum frá því í gær.
Hafþór kveðst hafa fengið þær upplýsingar að Vesturlína sé dottin út en hún tengir Vestfirði við landsnetið. Ennfremur væri Mjólkárvirkjun úti vegna bilunar. Vestfirðingar virðast því að mestu þurfa að treysta á dísilvélar til að framleiða raforku en ekki bætir úr skák að vélin á Þingeyri er einnig biluð.
Það hefur komið sér vel undanfarna daga neyðarljósið sem við fengum í jólagjöf. Það er alltaf tengt rafmagni. Um leið og rafmagnið fer kviknar á ljósinu og endist hleðslan í tvo tíma.
Það versta við þessar rafmagnstruflanir sem verið hafa undanfarna sólahringa er þegar smátírir á ljósunum í langan tíma, þetta eyðileggur öll rafmagnstæki. Þá er um að gera að vera nógu fljótur að slá út höfuðrofa hússins.
Við erum nú svo heppin hér á suðurfjörðunum að hafa dísilvél en eitthvað klikkaði hún í gærkvöldi.
Mæli með þessum neyðarljósum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 00:00
Í dag eru kertin þrjátíu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
http://visir.is/article/20090122/FRETTIR01/264547796
Þetta kalla ég ekki mótmæli. þetta er bara skríll að ráðast að lögreglunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)