11.1.2010 | 11:18
Húfur handa nýfæddum...
Mér tókst að klúðra saman einni húfu. Ég kann alveg að prjóna en er snillingur í að klúðra hlutunum. Þurfti t.d. að byrja þrisvar sinnum á þessari. En held að nú hafi ég náð þessu.
í kvöld er saumafundur hjá okkur í kvenfélaginu þar sem þetta húfuverkefni Kvenfélagasambandsins verður tekið fyrir. Hlakka til að hitta konurnar og sérstaklega þessa prjónasnillinga innan félagsins og geta lært af þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2010 | 21:20
Fallegur dagur
Bloggar | Breytt 7.1.2010 kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2010 | 16:13
Óskir mínar...
Óskir mínar til þín á árinu 2010: Megi friður brjótast inn á heimili þitt og þjófar stela skuldum þínum. Megi seðlaveski þitt verða segull á fimmþúsundkalla. Megi ástin loða við andlit þitt eins og vaselín og hlátur ráðast á varir þínar. Megi hamingjan slá þig utanundir og tár þín vera gleðitár. Megi vandamál fyrra árs gleyma heimilisfanginu þínu. Í stuttu máli sagt: Megi árið 2010 verða besta árið í lífi þínu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2009 | 23:13
2010
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2009 | 10:03
13 tungla ár
Ef fyrsta tungl ársins fellur á fyrstu 11 daga þess verður þrettánda tungl þaðan í frá fyrir lok ársins. Slík ár eru kölluð 13 tungla ár. Þau koma fyrir um það bil 37 sinnum á hverjum 100 árum.
Tólf eru á ári tunglin greið,
til ber að þrettán renni,
sólin gengur sína leið
svo sem guð bauð henni.
19 13. Tunglmyrkvi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)