Skálmarnes er ekki á Barðaströnd

Barðaströnd er heiti á strandlengju á sunnanverðum VestfjörðumBreiðafirði á milli Vatnsfjarðar og Sigluneshlíða.


mbl.is Sinubruni á Ingunnarstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk frá Skálmarnesi er líka mjög duglegt að leiðrétta þessa algengu rangfærslu enda heimamenn frekar móðgaðir að vera kenndir við Barðaströnd sínkt og heilagt.

Þú Guðný áttir nú nöfnur þarna á nesinu á meðan það var í byggð enda kannski tengd staðnum eða fólkinu þar?

Ásta (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 12:05

2 Smámynd: Guðný

Það fer afskaplega í taugarnar á mér að fréttafólk tali jafnvel um Barðaströnd alla leið austur í Bjarkalund.

Barnsfaðir minn er af Múlanesinu.

Guðný , 14.7.2010 kl. 15:23

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það er sama sagan með Strandir. Fólk hefur tilhneigingu til að kalla alla Strandasýsluna Strandir alveg suður í Hrútafjörð. Ég er nú hættur að nenna að röfla útaf því, fannst það stríð vera löngu tapað en það er kannske bara leti og kæruleysi og ég styð ykkur í baráttunni.

Nú er það löngu algilt að kalla alla sem búa í Strandasýslu "Strandamenn". Veit ekki hvort það getur talist rétt. Getur maður t.d. kallað sig "Barðstrending" ef maður býr á Reykhólum?

Bestu kveðjur

Jón Bragi Sigurðsson, 14.7.2010 kl. 16:03

4 identicon

Mér datt í hug að þú hefðir einhver tengsl við staðinn. Tengdafaðir minn var borinn og barnfæddur þarna svo börnin mín eiga einnig ættir að rekja á nesið. 

Sjálf er ég reyndar úr Djúpinu en á þó tengsl norður á strandir ef grannt er að gáð þó varla teljist ég til Strandamanna. 

Ásta (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 16:35

5 Smámynd: Guðný

Ég er alveg handviss um að Reykhólabúar kalla sig ekki Barðstrendinga...enda finnst mér það ekki rétt þó vissulega búi þeir í Barðastrandarsýslu. Barðstrendingur er sá sem býr á Barðaströnd, s.s. á milli Vatnsfjarðar og Sigluness.

P.S. Aldrei að gefast upp.

Guðný , 14.7.2010 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband