Krýningin og fl. munstur.

Krýningin (Small)Gobelin mynztur (Small)

Í gærmorgun voru mér gefin þrjú gömul útsaumsmunstur og fylgdi þeim sú saga að þau hefðu verið pöntuð eftir auglýsingu úr Mogganum. Þar sem ég er að eðlisfari svolítill grúskari í mér lagðist ég í leit á blaðinu hjá Landsbókasafninu og fyrir ótrúlega tilviljun fann ég ekki bara eina auglýsingu heldur tvær. Sú fyrri er frá 1949 og hin síðari frá 1966. Það sem vakti athygli mína var nafnið “Álfheiður Ingadóttir“ Í allan gærdag velti ég þessu kunnuglega nafni fyrir mér. Að lokum rofaði til. Álfheiður er þingkona og dóttir konunnar sem gaf út þessi fallegu munstur. Allar þessar fjórar myndir hanga uppi á æskuheimili mínu og prýða þar veggi.

Það fyrsta sem ég heyri í fréttum í morgun, er að þessi kona sem sótti svo á huga minn í gærdag hafi verið valin til að taka við embætti heilbrigðisráðherra. 

Ég segi bara, gangi þér vel.Álfh


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

......og þarna er Sofðu rótt............en ekki Gunnhildur kóngamóðir :-)

Bestu kveðjur,

Sólveig.

Sólveig Aradóttir (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 11:27

2 identicon

Er hún ekki kölluð ýmist „Sofðu rótt“ eða „Gunnhildur kóngamóðir“?

Guðný (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 11:29

3 identicon

Hún heitir Sofðu rótt skv. merkingu á mynstri en mjög margir hafa kallað hana Gunnhildi kóngamóður.

Sólveig

Sólveig (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 19:29

4 Smámynd: Anna

Sæl - þar sem tímamörkin eru liðin á athugasemd við viðkomandi færslu  ætla ég að dásama Bucillahandavinnuna hér.  Fallegt hjá þér Guðný. 

Anna, 5.10.2009 kl. 20:32

5 identicon

Takk fyrir það Anna.

Guðný (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband