Hvar ert þú...

hinn svokallaði almáttugi Guð ? Af hverju læturðu veröldin alltaf hrynja yfir mig og hefur gert síðastliðin fimmtíu ár? Hversu oft á ég að standa í þessum veraldarrústum? Hversu oft á ég að byggja þær upp? þessar múrsteinsveraldarrústir sem eru svo ótryggar og alltaf bætast fleiri við sem leggjast á eitt að stjaka við veröldinni. Ég er ekki viss um, að lagt verði í fleiri veraldarendurreisnir. Límið sem notað hefur verið við endurreisnarstörfin er á þrotum. Ég valdi mér þetta ekki sjálf. það gerðu aðrir fyrir mig.

Einn stað á ég þó eftir og það er Hjallurinn minn. Hjallar eru oft traustari en múrsteinsveraldarbyggingar.

Af hverju á ég að líða fyrir mistök og ósannindi annarra ?

Til hvers er manni úthlutað foreldrum?

Til hvers er manni úthlutað börnum?

Ekki veit ég það.

Þess vegna spyr ég, hvar ertu? - sem átt að vera svo góður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband