28.5.2009 | 11:40
DAGSKRÁ UM HVÍTASUNNUHELGINA
Sjóræningjahúsið opnar föstudaginn 29. maí klukkan 10. Sama dag hefst Skjaldborgarhátíðin, setningarpartý hennar verður haldið í húsinu klukkan 22:30 og allir í stuði fram að lokun klukkan 03.
Laugardaginn 30. maí opnar húsið klukkan 10 og geta svangir Skjaldborgargestir, sem og allir aðrir svangir á svæðinu, gætt sér á dýrindis morgunverði. Morgunverðarhlaðborðið verður í boði milli klukkan 10 og 12, eftir það verður boðið upp á okkar frábæru kökur og brauð, einnig verða í boði innpakkaðar ferskar, dýrindis samlokur sem er hentugt fyrir þá sem vilja ekki missa af neinu í bíóinu. Sjóræningjahúsið verður opið til 03 laugardaginn 30. maí.
Sunnudaginn 31. maí opnar klukkan 10 og þá verður einnig morgunverður í boði til klukkan 12. Eftir langan og strangan bíódag verða sjálfsagt allir ánægðir með að mæta í hina stórkostlegu sjávarréttaveislu sem Maja Ragnars og aðstoðarfólk mun galdra fram. Veislan hefst klukkan 19:00 og stendur yfir til klukkan 20:30. Húsið lokar klukkan 22 og þá fer starfsfólkið í limbó með öllum hinum á dansiballi í Félagsheimilinu.
Mánudaginn 1. júní verður húsið opið frá klukkan 10-22. Þá verður tilvalið að koma við, fá sér gott í gogginn og nesta sig fyrir ferðalagið heim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.