22.5.2009 | 12:02
Múkkaegg komin í hús
Fulmarus glacialis
Fýllinn kallast múkki á sjómannamáli. Hann er algengasti fuglinn sem fylgir skipum á norðlægum höfum.
Fýllinn er um 50 cm langur og tæplega 1 kg að þyngd. Hann er ljósgrár á baki og efri hluta vængja, en fiðurhamur hvítur að öðru leyti. Fætur og nef eru grágul. Enginn munur er á útliti eftir aldri, kyni eða árstíðum. Nef fýlsins er mjög merkilegt, því að nasirnar liggja ofan á því í pípum. Fýlar eru miklir flugsnillingar, sem geta flogið tímunum saman rétt yfir síbreytilegum öldunum án þess að reka vængina nokkru sinni í yfirborðið.Þeir eru hljóðlátir fuglar nema í varpi þar sem þeir nöldra stanslaust
Nýting
Bæði eggin og hinir feitu fýlsungar þóttu góð búbót. Í byrjun tuttugustu aldar fór að bera á illskeyttri lungnabólgu, sem gat orðið banvæn. Það var s.k. páfagaukaveiki, sem rakin er til sýkils sem fýlar og fleiri fuglar báru. Fýlataka var því bönnuð hér árið 1940 en hefur verið leyfð á ný. Rúmföt með fýladún gáfu þeim sem þau notuðu einkennandi lykt.
Athugasemdir
NAMMINAMM............
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 13:40
Mátti til að kvitta, var að leita ... af takmarkaðri kunnáttu að þér á netinu.....og þarna var komin konan sem ég vissi ekkert um nema nafnið. Jú og svo virtist konan vera lík mér... með óbilandi á huga á handavinnu. Gaman að kynnast þér hérna.
., 27.5.2009 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.