23.4.2009 | 06:38
Gleðilegt sumar
Sumardagurinn fyrsti á Patró
,,Sumardagurinn fyrsti, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (þ.e. fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl).
Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta. Í Sögu daganna - hátíðir og merkisdagar (bls. 50, 2. útg., 1977) eftir Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, segir um sumardaginn fyrsta:
Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns.
Athugasemdir
Það er nú ekki beint sumarlegt um að litast þessa stundina, hvítt yfir og enn snjóar. En þetta veit örugglega bara á gott
.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Anna Guðm. (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 07:50
Eftir þjóðtrúnni að dæma verður þetta gott sumar.
Guðný , 23.4.2009 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.