Pönnusteiktur fiskur með súrsætri sósu

FiskurSúrsæt sósa

  • 600 gr. lúða, ýsa eða þorskur
  • hveiti
  • 1-2 egg
  • salt
  • pipar
  • matarolía eða smjörlíki til steikingar
  1. Roðflettið fiskinn, skerið í bita
  2. Hrærið eggin saman og kryddið hveitið með salti og pipar. Veltið fiskinum fyrst upp úr hveitinu og síðan egginu
  3. Steikið fiskinn í olíu eða smjörlíki og rétturinn er tilbúinn.

Borið fram með hrísgrjónum, kartöflum og Uncle Ben´s súrsætri sósu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elskuleg.

Maður situr með roaða í kinnum yfir því að lesa bloggið þitt.

Hvílíkur myndarskapur í konunni, matargerð og saumaskapur auk alls þess sem konan tekur sér fyrir hendur að grúska í og fræðast um.

Hvað er þetta sem þú varst að klára að sauma.

Þessi fiskur hlýtur að hafa smakkast vel, fiskur er jú einfaldlega hrein tær snilld.

Og hvar er fiskur til betri en hjá okkur Vestfirðingum ? Örugglega hvergi.

Kveðja.

Jenta. (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 20:31

2 identicon

Takk fyrir þetta Jenta. Það er þetta með myndirnar, hvað skal segja. Þetta eru litlar myndir 8.5x8.5 cm. Sem eru svo innrammaðar á bláan banana pappír sem fylgdi með. Þessar myndir sá ég einhvers staðar og varð skotin í þeim og fann þær svo á netinu og pantaði. Sumt verður maður bara að eignast. Ég á eftir að finna út af hverju þessar myndir eru, sennilega frá í fornöld.

Þessi fiskuppskrift er rosa góð og fljótleg. Hún er ekki búin til af mér. Sennileg fengin úr einhverri matreiðslubók.

Guðný (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 12:18

3 identicon

Þú ert einstaklega ötul í þessum efnum. Nú er ég búin að sjá eina af þessum myndum með næstum berum augum. Og ég trúði þeim varla !

Þetta er svo smátt og fíngert, gæti næstum verið teiknað.

Þú ert snilli með galdraaugu !

Sjáumst.

Jenta (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband