„Casablanca“

6011

Í gærkvöldi komum við kvenfélagskonur saman í Skjaldborgarbíói og horfðum á myndina „Casablanca“

Sagan gerist í borginni Casablanca sem var á þessum tíma í eigu Frakka en var hernumin af þjóðverjum. Þetta er dálítið kaldhæðnislegt að gera mynd um seinni heimstyrjöldina á hápunkti styrjaldarinnar, þ.e.a.s 1942. Myndin fjallar um bandarískan bareiganda Rick Baine, sem er í hálfgerðu "þunglyndiskasti" eftir að ástin hans stakk hann af í Frakklandi. Seinna meir kemur ástin hans Ilsa Lund (Ingrid Bergman) til Casablanca þar sem hún reynir að flýja til Bandaríkjana, þar kemur í ljós eitt leyndarmál hennar um fortíðina. Ég held að þessi mynd hafi verið svo fræg fyrir hversu vel hún er gerð, þ.e.a.s vel skrifuð, vel leikin og vel tekin. Myndin var tilnefnd til átta óskarsverðlauna en fékk bara þrjú.


Nú langar mig að sjá myndina „The Ten Commandments“ en ég sá hluta af henni í kringum 1963

images

Starring: Charlton Heston, Yul Brynner, Edward G. Robinson, Anne Baxter, Yvonne De Carlo, Debra Paget, John Derek, Cedric Hardwicke, Nina Foch   Directors: Cecil B. DeMille


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband