Búlgörsk lambakjötssúpa

1 kg frampartur Búlgörsk lambakjötsúpa
2 laukar
1 hvítlauksrif
2 msk smjör eða smjörlíki
1/2 msk paprikkuduft
1 dós tómatar eða 1/2 kg nýir
1 msk tómatsósa
1 1/2 l kjötsoð
1 lárviðarblað
1/2 tsk marjoram
3 dl grænar linsur (má vera aðeins minna)
2 paprikkur
salt og pipar
1. Kjötið skorið af beinunum. Skorið á smábita. Búið til soð af beinunum.
2. Laukur og hvítlaukur saxaður og látinn krauma í smjörinu án þess að brúnast. Tekinn upp.
3. Kjötið brúnað. Paprikkuduftinu stráð yfir. Lauknum bætt í aftur ásamt tómatsósu og tómötunum skornum í bita.
4. Þynnt út með síuðu soðinu, lárviðarlaufi og marjorami bætt í og soðið í luktum potti við vægan hita í 30 mínútur.
5. Linsurnar skolaðar í köldu vatni, látið síga vel af þeim og bætt í súpuna. Soðið áfram í 20 mínútur. (Gott er að láta linsurnar liggja í bleyti fyrir suðu)
6. Paprikkan skorin í strimla. Soðin í súpunni í 5 mín. Bragðbætt og borin fram með grófu brauði.
Verði ykkur að góðu
Úr bókinni „Áttu von á gestum“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband