30.1.2009 | 22:03
Tunglið og Venus
Stjarna ein hefur skinið skært að undanförnu og verið áberandi í suðri skömmu eftir sólsetur. Þessi skæra stjarna er reikistjarnan Venus.
Venus er nefnd eftir hinni rómversku gyðju Venus, sem var gyðja ástar og fegurðar. Nafnið er líklega komið til vegna birtu og lit Venusar séð frá jörðu en hún hefur þótt afar falleg. Fyrirbæri á yfirborði Venusar hafa verið nefnd kvenkyns nöfnum (með nokkrum undantekningum þó). Í kínverskri, japanskri, kóreskri og víetnamskri menningu er hún kölluð Málmstjarnan, byggt á frumefnunum fimm.
Venus á sér nokkur heiti á íslensku. Þau eru: Blóðstjarna, Friggjarstjarna, Glaðastjarna, Kvöldstjarna og Morgunstjarna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.