29.1.2009 | 10:29
Smá glæta
Í 1. tölublaði Framkvæmdafrétta 2009, er auglýst útboð um endurgerð á 7,4 km kafla á Rangárvallavegi (264). Vegna efnahagsaðstæðna var útboðinu frestað óákveðið en það var fyrst auglýst í október síðastliðnum.
Í næsta tölublaði framkvæmdafrétta sem kemur út 2. febrúar, er síðan reiknað með að bjóða út tvö stór verk, þ.e.a.s. Vopnafjarðartengingu (Bungulækur Vopnafjörður ásamt Hofsársdalsvegi) og kaflann Kjálkafjörður Vatnsfjörður á Vestfjarðarvegi um Barðaströnd.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.