24.1.2009 | 16:34
Neyðarljós
Rafmagn skammtað á Vestfjörðum
Rafmagn er nú skammtað á Vestfjörðum og segir Hafþór Gunnarsson, fréttaritari okkar í Bolungarvík, að þar hafi verið rafmagnið verið tekið af fimm sinnum frá því í gær.
Hafþór kveðst hafa fengið þær upplýsingar að Vesturlína sé dottin út en hún tengir Vestfirði við landsnetið. Ennfremur væri Mjólkárvirkjun úti vegna bilunar. Vestfirðingar virðast því að mestu þurfa að treysta á dísilvélar til að framleiða raforku en ekki bætir úr skák að vélin á Þingeyri er einnig biluð.
Það hefur komið sér vel undanfarna daga neyðarljósið sem við fengum í jólagjöf. Það er alltaf tengt rafmagni. Um leið og rafmagnið fer kviknar á ljósinu og endist hleðslan í tvo tíma.
Það versta við þessar rafmagnstruflanir sem verið hafa undanfarna sólahringa er þegar smátírir á ljósunum í langan tíma, þetta eyðileggur öll rafmagnstæki. Þá er um að gera að vera nógu fljótur að slá út höfuðrofa hússins.
Við erum nú svo heppin hér á suðurfjörðunum að hafa dísilvél en eitthvað klikkaði hún í gærkvöldi.
Mæli með þessum neyðarljósum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.