22.12.2008 | 01:42
Glókollur
Á þessum degi fyrir all mörgum árum eignaðist ég lítinn glókoll , sem síðan óx úr grasi og flutti að heiman, Þó aðstæður séu eins og þær eru í dag og ég fái kannski bágt fyrir, ætla ég að leyfa mér að óska honum til hamingju með afmælisdaginn. Það tekur enginn af mér minningar og myndir, þær á ég sjálf.
Ég gleymi ekki afmælisdegi barnanna minna
Sofðu nú sonur minn kær, senn kemur nótt
úti hinn blíðast blær, bærist svo hljótt
Útí hið kyrrláta kvöld, kveð ég minn óð
sem fléttast við fallandi öldurnar fegurstu ljóð
Í svefnhöfgans sætleika er svifin þín önd
gæti þín Glókollur minn, guðsmilda hönd
Dýrðlegum draumheimi í dvel þú um stund
uns morgunsól blíðlega brosir mót blómstrandi grund
Athugasemdir
Guðný mín,
Innilegar hamingjuóskir með daginn ykkar mæðgina - við eigum jú líka alltaf þessa afmælisdaga með ungunum okkar. Fallegt ljóðið sem þú lætur fylgja með - betri gerast varla óskir mæðra til unganna sinna.
Bestu kveðjur í vestrið,
Sólveig í suðrinu.
Sólveig Arad (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.