5.12.2008 | 11:53
Sörur
200 g. fínt malaðar möndlur
3 ¼ dl flórsykur, sigtaður
3 eggjahvítur
Smjörkrem:
¾ dl sykur
¾ dl vatn
3 eggjarauður
150 g smjör
1 msk. kakó
1 tsk. Kaffiduft (neskaffi)
u.þ.b. 250 gr hjúpsúkkulaði
Blandið fínt möluðum möndlunum saman við flórsykurinn, Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og þeim blandað varlega saman við möndlu-og sykurblönduna. Deigið er sett með teskeið á bökunarpappír og bakaðar við 180°C í u.þ.b. 15 mín. og látnar kólna. (A.T.H. Í blástursofni þar aðeins minni hita)
Smjörkrem:
Vatn og sykur er soðið saman í sýróp, það tekur u.þ.b. 8-10 mín. Þeytið eggjarauðurnar þar til þær eru kremgular og þykkar og hellið þá sýrópinu í mjórri bunu út í og þeytið á meðan. Þetta er látið kólna, síðan er mjúku smjörinu bætt út í og þeytt á meðan. Nú er kakó og kaffi (gott að setja kaffið gegnum sigti) sett út í og kremið er tilbúið nema það þarf að kólna vel áður en það er sett á kökurnar.Setjið þykkt lag af kremi neðan á kökurnar og og dýfið kremhliðinni í bráðið hjúpsúkkulaðið.
Gott er að frysta kökurnar með kreminu áður en þær eru hjúpaðar.
Athugasemdir
Heil og sæl,
Svei mér þá ef ég skrepp ekki bara í kaffi til þín........hlýtur að setja sörur á borð með kaffinu . Heyrði í morgun viðtal við Gerði G. Bjarklind, þar sem hún var að segja frá óförum sínum við sörugerðina fyrir skemmstu.....það var nefnilega ekki rétt tegund að súkkulaðinu sem hún hjúpar þessar dásemdarkökur með. Vona því að þú hafir réttu tegundina. Held að ég nenni ekki að baka sörur þessi jólin.....enda ekki vön því þó slíkt hafi verið gert í den.
Bestu kveðjur,
Sólveig.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 23:32
Þetta er nú uppskrift frá þér Sólveig... Hvað er rétta tegundin af súkkulaði? Í uppskriftinni stendur „Ópal hjúpsúkkulaði“ en það er ekki til hérna svo ég notaði bara „Síríus“
Kv. Guðný
P.Sþ þú færð örugglega Sörur ef þú kemur hér í vestrið.
Guðný (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 09:44
'O.........uppskrift frá mér? jahérna megin. Já, ég hef bakað sörur - gerði það í den en hef ekki lagt það í neinn vana. Finnst bara best að fá þær einhvers staðar annars staðar. Kíki í kaffi þegar ég drattast loksins af stað vestur - það er ekkert ákveðið enn með það því minni vesturför sem fyrirhuguð var vegna vinnunnar var aflýst.
Ætla að fara að setja upp útijólatréð og önnur útijólaljós...í hellirigningunni.
Bestu kveðjur vestur,
Sólveig.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 13:34
Þá veit ég hvert ég á að fara í heimsókn. Þetta er nefnilega í uppáhaldi hjá mér.
Birna Mjöll Atladóttir, 7.12.2008 kl. 03:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.