1.12.2008 | 09:23
Einhvern meginn
Hvað þýðir þetta einhvern meginn ? Heyri þetta oft í viðtalsþáttum í sjónvarpinu og síðast í gærkvöldi hjá Bryndísi Schram. Ég er ekki íslenskufræðingur en ég hélt að maður segði einhvern veginn
Svo ætla ég að koma með aðra athugasemd eða ábendingu. Það er um flaggstangir. Það fer óskaplega í taugarnar á mér að sjá flaggstangir hér í bæ halla út og suður. Á laugardaginn var hér jarðarför og þar af leiðandi flaggað í hálfa stöng. Á leið minni í kirkju fór ég fram hjá þremur hallandi stöngum. Ég ætla bara að vera leiðinleg og nefna það hvar þær voru því þetta er búið að pirra mig lengi. Mér finnst fánanum vera sýnd óvirðing með þessu. Fyrsta stöngin var hjá bæjarstjóranum, þá var það stöngin hjá prestinum og svo stöngin við íþróttahúsið. Skora ég hér með á umsjónarmenn viðkomandi stanga að lagfæra þetta.
Til hamingju með daginn
Athugasemdir
Hvernig á að vera hægt að bera virðingu fyrir náunganum þegar ekki er hægt að bera virðingu fyrir okkar sameiginlega tákni Fánanum og flaggstöngunum sem honum er flaggað á? Eins er með íslenskuna - við eigum að bera virðingu fyrir henni og ég segi eins og þú "EINHVERN VEGINN"......annars gæti þetta verið einhver ómeginn!!
Bestu kveðjur,
Sólveig.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:31
Alltaf skulu það vera opinberir embættismenn sem gefa skít í fánann okkar.Ég man , að fyrir ca. 40 árum þá hringdi ég í sýslumanninn og bað hann um að taka fánann niður en klukkan var þá 24.00 um nótt. Hann var mneð skæting og leiðinda kjaft við mig og sagði að mér kæmi þetta ekki við. Svona var embættismannahrokinn þá. Greinilega hefur ekkert breytst, því sömu svör erum við að fá frá embættismönnum þjóðarinnar í dag. Kv. Kristján
Kristján Helgason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 00:32
Vá hvað ég er sammála þér með þetta, stöngin hjá séranum pirrasr mig messt og langar oft að fara út og rétta hana við, eins finnst mér fáninn á henni vera alltaf stór miðaðvið stöngina.
ER það ekki rétt hjá mér að það er einhver regla um stærð stanga að fána?
Fanney Inga
Fanney (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 14:49
Einhvern megin:
Hérna megin, þarna megin, þeim megin, þar megin; hér megin,
Nýstárlegt að slá þessar flugur bara í eitt og hafa þetta einhvern megin.
Til hamingju með daginn þinn Guðný.
Megi þér bloggast vel á komandi ári og heilsa þín vera þér ljúf og lífið eftirlátt.
Jenta (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:49
http://www.forsaetisraduneyti.is/upplysingar/faninn/Notkun_fana/nr/964
Guðný , 12.12.2008 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.