24.11.2008 | 10:34
Svona fór um sjóferð þá
Ákveðið hefur verið að færeyska ferjan Norræna hætti að koma við í Björgvin í Noregi og á Skotlandi í hringferðum sínum. Þess í stað mun ferjan sigla milli Færeyja, Íslands og Danmerkur. Færeyska lögþingið samþykkti nýlega að leggja Smyril Line, sem gerir skipið út, til jafnvirði 670 milljóna íslenskra króna til að koma í veg fyrir gjaldþrot félagsins.
Fram kemur á heimasíðu Smyril Line, að siglingar Norrænu til Íslands hefjist aftur þann 4. apríl á næsta ári frá Esbjerg í Danmörku. Tvær ferðir verði í viku til Færeyja frá Danmörku yfir sumarið en ein til Íslands eins og verið hefur í stað þess að sigla til Íslands á laugardegi frá Danmörku er nú siglt þangað á þriðjudegi frá Danmörku og komið til Seyðisfjarðar á fimmtudegi. Af mbl.is 18. nóv
Um síðast liðna verslunarmannahelgi tók vinkona mín það loforð af okkur að við kæmum til Noregs næsta sumar og átti að fara með Norrænu til Bergen og keyra þaðan til Voss. Fyrst var það kreppan sem við ætluðum ekki að láta hafa áhrif á þessa áætlun okkar og nú er það ferjan sem á að sigla til Esbjerg í Danmörku í stað Bergen, þannig að þetta verður keyrsla upp á einhverja allt of marga km, sem ég er ekki tilbúin í með alla mína ferðafælni og ekki viss um að við treystum okkur til að keyra þetta þar sem við erum ekki vön akstri erlendis þó svo að við höfum komið út fyrir landssteinana. Ekki kemur til greina að fljúga því ég er nú svo trufluð gagnvart flugi að ég mundi ekki einu sinni þora á flughræðslunámskeið. Nú svo eru það eftirstöðvar af bílaláni sem hafa hækkað um tæp tvö hundruð þúsund á liðnum vikum og ætla ég að nota sumarfríspeningana til að borga það upp. Ekki það að ég sé að kvarta en ég á mjög erfitt með að sætta mig við þá aðstöðu sem margt fólk er komið í, sérstaklega fólk sem ekki tók þátt í þessu svokallaða góðæri sem við urðum ekki svo mikið vör við á landsbyggðinni.
Þannig að nú eru öll sund lokuð gagnvart sumarfríinu.
Margur verður af aurum api
Athugasemdir
Elskulega Guðný mín, það er nú til elexír sem kallast afslappelsisöl og annar sem kallast hugrekkivín, sumir telja að þeir hjálpi sumum flugfælnum, en er ekki viss hve virkur elexírinn er gagnvart genginu.
Bestu kveðjur,
Sólveig.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 23:21
Eru þessar tegundir til í Ríkinu?...djók
Guðný , 27.11.2008 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.