4.11.2008 | 12:44
Sú langbesta
Skúffukaka
- 4 1/2 dl sykur (má vera minna)
- 175 g lint smjörlíki
- 2 egg
- 4 1/2 dl hveiti
- 1 tsk. natron
- 1/2 tsk. lyftiduft
- 1 1/2 dl vatn (kalt)
- 3 tsk. vanillusykur
- 1 dl. kakó (dökkt) (Cadbury´s er best)
- 1 tsk. salt
- 2 dl súrmjólk
Aðferð
Öllu hrært saman í hrærivél. Skúffan smurð og deigið sett í. Bakað í 20-30 mín. við 200°C í miðjum ofni.
Krem
- 100 gr brætt smjörlíki
- Ca. 6 dl flórsykur
Þetta hrært vel saman.
- 3 1/2 msk. kakó (dökkt)
- 3 msk. kaffi
- 3 tsk. vanillusykur
Bætt út í sykurblönduna
Athugasemdir
Ómen... ég var að væla um skúffuköku fyrir nokkrum dögum og svo kíki ég á síðuna þína og sé þessa líka fínu uppskrift, ekki svo ósvipuð þessari sem ég er með.... slurp... og nú langar mig mest að skella í eina... á morgun líklega ;)
Annars fínt að frétta héðan af norðurfjörðunum ;) Bestu kveðjur heim.
Ingv. Hera
Ingveldur Hera (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:08
Ég verð mjög skúffaður ef að kakan er ekki nógu góð.
Kv. K.H.
Kristjan (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.