Gudda

 Á fyrsta fundi Kvenfélagsins Sifjar sem haldin var í fyrrakvöld... vísa hér með á pistilinn hennar Önnu http://blossom.blog.is/blog/blossom/ -voru flutt hin ýmsu skemmtiatriði  bæði af nefndarkonum og gestum. Þar má nefna, upplestur, brandara, vísur, söng og fl. Meðal vísna sem fluttar voru, voru vísur um Guddu sem að sögn (sumra) var drykkfelld gleðikona. Ekki voru allir sammála þessu og fór einn gesturinn með vísu eftir Magnús Ólafsson frá Botni þessu til staðfestingar.

Rjúfið ekki fjallafrið

ferðaslæpings rónar.

Glettist ekki Guddu við

girndum hlaðnir dónar

Skorað var á kvenfélagskonur að safna saman vísum um Guddu en þær eru víst æði margar. Persónulega finnst mér það vera í verkahring vegagerðarmanna að gera Guddu hátt undir höfði, því það voru jú þeir sem glettust við Guddu og nudduð sér utan í hana eða ráku sig óvart í hana eins og einn gamall vegagerðarmaður sagði í gær.

Gudda má ekki falla í gleymskunnar dá 

 

Guddakleifakallinn

Kleifaheiðarhjónin

 Þó að halli hausti að

hræðist valla frúin,

það er kall, sem kveður að,

Kleifafjallabúinn.

 

Hans á hvarmi blikið brann,

blíðu varma gefur,

kletta armi hörðum hann

hana að barmi vefur.

 

Þegar fagurt sjónarsvið

svæfir rökkrið brúna,

karlinn fer að kela við

Kleifaheiðarfrúna.

 

Hjá þér dvaldi í ástaryl

ekki baldin frúin,

upp við kalda klettaþil

klakafaldi búinn.

 

Blíðu hótin bergmálsskraf

í blænum þjóta og falla,

þið eruð mótuð ástum af

upp hjá rótum fjalla.

 

Þó við ástar atlot hlý

unað löngum hafi,

hún mun taka þátt í því

það er enginn vafi.

 

Sól er hnigin yzt við ós

ofar skýja feldi,

geislum vígir runna og rós

rökkri í að kveldi.

                                  N.N.

Úr Árbók Barðastrandarsýslu 1955-1956

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Ég man eftir vísu sem byrjar svona:

Hátt á bergi Búi stendur

bíður sínar villtu lendur.......................

Ég á þetta skrifað heima í Breiðavík og ef þú átt þetta ekki þá get ég sent þér það.

En annað, áttu allar árbækur Barðastrandasýslu?

Birna Mjöll Atladóttir, 28.10.2008 kl. 19:30

2 identicon

Gaman væri að fá þessar vísur.

Já ég á allar árbækurnar

Kv. Guðný

Guðný (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband