5.10.2008 | 09:16
Auglýsing frá símanum í Mbl í dag
Þessi auglýsing frá símanum er búin að pirra mig lengi. Við erum búin að vera með svona tengingu í 3-4 ár og getum bara séð rúv og skjá1. Það ætti að taka fram í auglýsingunni að hún væri ekki fyrir landsbyggðina.
Athugasemdir
Gott að þú ert búin að taka af læsinguna, ég nenni nefnilega ekki inn á síður sem ég þarf að nota lykilorð, nema þá systrabloggið og önnur prívat blogg sem ég er með.
En annað: Í 10 ár hef ég/við mátt þola þessar setningar: "útvarp allra landsmanna" "sjónvarp allra landsmanna"
Það er spurning hvort afdalafólk eins og við teljumst ekki til landsmanna. Síðast þegar ég vissi þá voru það um 75 bæir sem ekki náðu sjónvarpssendingum, en samt er þetta kallað sjónvarp allra landsmanna.
kveðja
Birna Mjöll Atladóttir, 5.10.2008 kl. 10:50
Sæl frú.
Æ, þakka þér svo mikið fyrir að opna aftur.
Nú kemst lífið í samt lag.
Kv. J.
Hin Skonsan (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 20:44
Halló, ætlaði að fara að biðja um aðgang, en sá þá að
það var allt opið út úr dyrum hjá frúnni.
Kv.
Stubban (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.