4. október

          4. október er fæðingardagur bróður míns, hann hefði orðið 65 ára í dag.

    4. október 1956 fórum við mamma til Reykjavíkur en hún var að fara með mig til læknis út af mjöðminni því ég átti að fara í göngugrind, en af því varð ekki. Ég man nú lítið af komunni til læknisins en aftur á móti man ég vel eftir því að hún fór með mig til konu sem mig minnir að hafi heitið Guðrún Waage og var í sambandi framliðna lækna. Þessi kona átti annað hvort heima við Hverfis-eða Skúlagötu í gömlu húsi og var brattur stigi upp til hennar sem ég gat ekki gengið og var því borin upp. Þar var ég sett á smá koll fyrir framan hana og hún hélt í hendurnar á mér og talaði við einhvern. Þegar mamma svo borgaði henni rétti hún mér peningana og sagði mér að kaupa eitthvað fyrir systkini mín, sem enginn hafði minnst á. Mér er þetta ferðalag sérlega minnisstætt út af því að við fórum með flugbát, sennilega Catalína flugbát. Þennan dag var kafsnjór og leiðinlegt í sjóinn. Farið var frá Litlu-bryggjunni sem svo var kölluð, ætli báturinn hafi ekki verið mjólkurbáturinn. Flugvélin lét afskaplega illa þarna á sjónum og ég alveg skíthrædd og einhvern veginn finnst mér í minningunni að það hafi verið sjór á gólfinu í vélinni. Fyrsti áfangi ferðarinnar var Bíldudalur og síðan flogið til Rvk. Man ekkert eftir fluginu frá því farið var frá Bíldudal en þegar komið var til R-víkur þá held ég að augun hafi nú ætlað út úr höfðinu á mér, vá, öll þessi hús, allir þessir bílar og bara allt, þetta var áreiðanlega fyrir mig eins og að koma í milljóna borg.

    Það hefur oft á liðnum árum hittst þannig á að ég hef tekið slátur 4. október og það gerði ég í morgun.

    Catalina-flugbáturinn TF ISJ á Bíldudal um 1952.

    Sennilega svona flugbátur sem ég fór með


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Selfyssssssssssssssssingar (17 cm sunnar en áður) tóku líka slátur, heil 3, og búið að búa til lifrarpylsukeppina, "kaupstaðarvambir" sem mútter habbði ekki brúkað áður, og var í vandræðum með að koma sullumbullinu inn í þær, lá við að hún notaði teskeið.  Hér er líka búið að salta kjét ofan í tunnu. Nú má kreppan koma eða þannig.

Hann/hún Gulli/Gullý er enn á meðal vor, það er komið smá kjét á beinin undir pelsinum. Vantar ykkur ekki kött? Hér er allt í hers höndum. Heimiliskettirnir dvelja langdvölum úti í kuldanum sökum pirrings yfir aðskotadýrinu.

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 20:38

2 identicon

Selfyssingurinn utan ár tók líka slátur í dag.

 Bestu kveðjur,

Sólveig

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 21:27

3 identicon

Hef brúkað þessar „kaupstaðarvambir“ pantaði þær meira að segja úr Króksfjarðarnesi á sínum tíma, á nokkrar eftir sem fara að öllum líkingum í söfnunaráráttuna. Ég notaði ekta vambir í dag, eða næstum því. Þær voru ekki kalónaðar upp á gamla mátann heldur lagðar í einhvern sóda, sennilega þvottasóda svona eins og sviðin eru þvegin upp úr. Eyðileggur allt bragð.

Nei okkur vantar ekki kött.

Baráttukveðjur til Stígvéla-bröndu og Ívars-kattar.

Kv. Guðný

Guðný (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 21:37

4 identicon

Þetta er mynd af skoffíni! Og áttu ekki að vera að vinna slátrið þú utanárSelfyssssssssssssingur? Gerist nú lítið ef þú hangir á netinu að blogga! (svo þurfa Ívar köttur og Stígvélabranda að fá soðinn fisk!)

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 21:45

5 identicon

Sæl utanárselfyssingur. Bara allar duglegar í dag að búa sig undir kreppuna. Vona að þú hafir ekki keypt þessar „kaupstaðarvambir“ hinar eru þó skömminni skárri sem maður fær saumaðar hjá Sláturfélaginu.

http://images.google.com/imgres?imgurl=http://static.natturan.is/media/image_thumb/raudurbalioged.JPG&imgrefurl=http://www.natturan.is/efni/159/&h=180&w=240&sz=10&hl=is&start=9&um=1&usg=__7FqUAwv-OKBruZSb5XRWfybWj6k=&tbnid=8G56tWgiwJQjbM:&tbnh=83&tbnw=110&prev=/images%3Fq%3DSl%25C3%25A1tur%26um%3D1%26hl%3Dis%26sa%3DG

 Kv. Guðný

Guðný (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband