Hvít reyniber

Picture 063 (Small)Picture 014 (Small)

 

 

 

 

 

 

Ég fékk í morgun sendingu af hvítum reyniberjum sem ég ætla að hafa með þessum rauðu um jólin. Ég hef aldrei áður séð hvít reyniber. Ég er búin að fá upplýsingar um að berin séu af koparreyni. Ég á koparreyniplöntu (30 cm) hér úti í garði, nú er bara að passa vel upp á hana, hlúa vel að henni í vetur.

Takk fyrir sendinguna Sólveig!

koparreynir

Koparreynir vex villtur í vesturhluta Kína, til fjalla.

Koparreynir þarf sæmilegan jarðveg, og nokkuð skjólgóðan vaxtarstað.
Er annars sæmilega harðgerður, eftir að plantan hefur komið sér fyrir.

Koparreynir (lat. Sorbus koehneana)Runnvaxinn reynir. Fallega fjaðurskipt blöð sem fá á sig koparslikju síðla sumars og spilar út með skrautlegum haustlitum og hvítum berjum sem standa langt fram á vetur. Blómin hvít. Hæð allt að þrem metrum. Harðgerður runni sem spjarar sig víðast hvar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Njóttu vel mín kæra.

Bestu kveðjur,

Sólveig

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband