Perlusvanur

Perlusvanur

Lauk við að perla þennan svan í gærkvöldi, þá bætist enn einn í safnið mitt. Það er ýmislegt hægt að gera úr þessum perlum en vandamálið er að þær verslanir hér á landi sem selja perlur eiga ekki allt til sem þarf í perlusaum, t.d. ýmis form, frauðkúlur, satínkúlur og fl. og fl. þannig að ég hef verið að panta þetta frá Danmörku, þar er perlupokinn 40gr. rúmum tvö hundruð krónum ódýrari en hér á landi, þó maður þurfi að borga einhverja skatta borgar það sig. Maður fær allavega það sem vantar og þetta tekur ekki nema nokkra daga. Sendingakostnaður er ekki svo mikið hærri frá Danmörku.

Frá þessari verslun er hægt að panta nánast allt í perlusaum.

 http://images.google.com/imgres?imgurl=http://www.jm-perlen.com/shop/shop_image/product/c354ed050ad2ee5cc8e96b25f112e33d.jpg&imgrefurl=http://www.jm-perlen.com/shop/%3Fpage%3Dshop/flypage%26product_id%3D2137%26category_id%3D06eb17fb61eb7b54d672437517b76edb&h=312&w=220&sz=14&hl=is&start=11&um=1&usg=__71VK8gszZsD12s7_mamUULBEDxs=&tbnid=eizrJ39VoGRPOM:&tbnh=117&tbnw=83&prev=/images%3Fq%3DElis%25C3%25A9s%26um%3D1%26hl%3Dis%26sa%3DN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Heil og sæl Guðný mín, þessi svanur er flottur.  Mjög gaman að "perla" - gerði nokkuð af því fyrr á árum......verst hvað perlurnar eru dýrar.....

Bestu kveðjur og góða helgi.

Sólveig.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband