21.9.2008 | 18:35
Gufan
Rás 2 hefur ekki heyrst hér síðan í gær eða mjög illa. Mér dettur helst í hug að eitthvað hafi gerst í þrumuveðrinu í gær. Í morgun hringdi ég í ríkisútvarpið og spurðist fyrir um þessa bilun, konan á skiptiborðinu hafði ekkert heyrt um hana og útvarpið hefði verið í lagi í gærkvöldi, enginn hefði kvartað. Ég sagði svo ekki vera ég tók eftir þessu seinnipartinn í gær. Nú er ég búin að kvarta en ekkert heyrist frá þessari stofnun. Ég get að sjálfsögðu hlustað á rás 2 í sjónvarpinu gegnum Skjá1 en það geta ekki allir. Ég vil bara hafa mitt útvarp.
Ef þessi bilun væri á stór-Reykjavíkursvæðinu væri búið að tönnlast á vegna bilunar heyrist rás 2 ekki á höfuðborgarsvæðinu í hverjum fréttatíma og jafnvel búið að gera við.
Nú hlustar maður bara á gömlu Gufuna eins og sagt er, hún er ágæt að vissu marki. Í dag var endurtekinn þáttur frá nítjánhundruðsjötíuogeitthvað, viðtal Jökuls Jakobssonar við Stefán Jónsson frá Möðrudal (Stórval). Svo ætla ég að hlusta á Andrarímur í kvöld á rás 1. En ég vil samt sem áður hafa rás 2 í lagi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.