Ferðamálastofa hefur nú afgreitt umsóknir um styrki til úrbóta í umhverfismálum árið 2008. Að vanda eru mörg góð verkefni sem fá stuðning og sum þeirra hafa snertifleti við menningarverkefni og uppbyggingu og þróun menningartengdrar ferðaþjónustu. Ísafjarðarbær fær 2,5 milljónir til viðhalds og endurbóta á aðstöðu við Dynjanda og Vesturbyggð fær 3,6 milljónir til að koma upp hreinlætisaðstöðu við Melanes á Rauðasandi. Þá fær Félag um Víkingaverkefni á Þingeyri styrk upp á 2,5 milljónir til að koma upp hreinlætisaðstöðu á víkingasvæðinu.
Vissir þú að það er búið að fá styrk til að gera salernisaðstöðu út á Bjargtöngum? Vissir þú að það var /er ekki hægt að nota þessa peninga?En.............veistu af hverju?
Athugasemdir
Vissir þú að það er búið að fá styrk til að gera salernisaðstöðu út á Bjargtöngum? Vissir þú að það var /er ekki hægt að nota þessa peninga? En.............veistu af hverju?
Kv
Besta
Birna Mjöll Atladóttir, 30.8.2008 kl. 15:03
Já, mér skilst að Látramenn séu á móti hreinlæti.
Sendi þér mail.
Guðný , 30.8.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.