Allir að leggja fyrir

Patreksfjrur_Diddi_jpg_550x400_q95 

Fyrirhugað er að bora tvenn jarðgöng á vestanverðum Vestfjörðum; undir Dynjandisheiði og á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Kostnaður við göngin verður um 13 milljarðar, eða um 12 milljónir á hvern íbúa Vesturbyggðar.

Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra segir að í framtíðinni geti landsmenn valið um tvær heilsársleiðir til Ísafjarðar. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir heiðarnar sem leysa á af hólmi mikinn farartálma fyrir Vestfirðinga.

Lestu úttektina í helgarblaði DV sem kemur út í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Hvað skyldi nú koma fram í úttekt DV - forvitnilegt, les það þó  yfirleitt aldrei. 

Anna, 29.8.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Leysa af hólmi mikinn vegatálma fyrir Vestfirðinga.  Ég bara spyr, hvaða Vestfirðinga?  Norðursvæðið og Suðursvæðið eða getur verið að þetta komi aðalega norðursvæðinu að notum?????

Besta

Birna Mjöll Atladóttir, 30.8.2008 kl. 15:07

3 Smámynd: Anna

Ég er svo sem ekki búin að lesa greinina í DV en hef ákveðnar skoðanir á samgöngumálunum og ég vil bara mannsæmandi samgöngur hér innan kjálkans.  Finnst samgöngurnar bara eiga að vera eins og hjá fólki.  Ég hef ekki lagt upp með þá hugsun að þetta nýtist frekar þeim en okkur, það væri athyglisvert að heyra þitt sjónarmið með það við tækifæri Birna  Ég ætla nú alls ekki að leggja bloggið hennar Guðnýjar undir frekari umræðu um þetta - það yrði plássfrekt, allavega það sem ég hefði að segja um samgögnumálin held ég  

Anna, 30.8.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband