Glatkistan

Picture 007 

Í morgun fórum við í það að hreinsa frystikistuna og eins og allir vita sem eiga þannig grip vill ýmislegt safnast upp í þeim eða réttara sagt niður á botninn. Þar kenndi ýmissa grasa, t.d. poki með ýmsum kjötvörum sem vinkona mín færði mér síðla sumars en innihaldið hafði ég ekki kannað neitt að ráði heldur skellti bara pokanum í frost þegar hún kom með hann og svo bara gleymdist þetta eins og svo margt annað sem fer í þessar kistur. Jæja í morgun var svo innihaldið skoðað og hvað haldið þið að hafi komið upp??????? „heitreykt gæsabringa“ jummí, þvílíkt lostæti, þetta er þvílíkt sælgæti að maður tímir varla að borða það. Nú þarf ég bara að verða mér úti um uppskrift að þessu gúmmelaði og setja þennan á óskalistann, hann kostar svipað og kíló af reyktri bringu.

Reykofn  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég fegin að þú fannst þetta nammi en ekki eins og í gamla daga þegar hún systir mín var send niður með tvo poka, annar var ruslapokinn en hinn innihélt magál eða eitthvað góðgæti sem geyma átti þar til ég mætti heim. Og svo þegar ég kom heim var nú drifið í því að sækja góðgætið í fyrstikistuna........og þar var gramsað og gramsað og hvert stykki tekið uppúr en ekkert fannst sem leitað var að......en ruslapokinn fannst þarna vel geymdur..........úff.  Svona reykofn færðu í veiðivöruverslunum, sennilega í Vesturröst.........finnst ég hafi séð slíka þar.

Bestu kveðjur og njóttu heitreyktu gæsabringunnar.......hún er lostæti.

Sólveig.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Næst þegar þér verður gefið eitthvað þá kíkirðu nú í posann áður en þú hendir honum í frost.

Mikið ansk......ertu dugleg að blogga.

kv

Besta

Birna Mjöll Atladóttir, 28.8.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Anna

Maður fær nú vatn í munninn - flott steik - vona að þú finnir góða uppskrift

Anna, 29.8.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband