14.7.2008 | 20:34
Verið er að laga veginn (troðninginn) niður í Keflavík
Keflavík (V-Barð) er lítil vík vestan við Rauðasand, milli Kerlingarháls og Látrabjargs. Samnefnt býli var í djúpri og þröngri dalskvompu sem liggur upp af víkinni. Kunn veiðistöð var í Keflavík um skeið. Nú er þar slysavarnaskýli sem Guðrúnarbúð er nefnt.
Fransar heitir á einum stað í Keflavík og er sagt að þar hafi franskir ræningjar verið drepnir og heygðir.
Fuglagötur heita götutroðningur úr Keflavík og upp á Látraheiði, bak við bjargið. Um þær var fuglinn fluttur af bjargbrúninni og síðan niður á Rauðasand. Heiðin er grýtt, gróðurlaus og ógreiðfær. Vatn er þar hvergi nema í Gvendarbrunni. Við hann er fjöldi af smá vörðum því að það var fyrrum siður að hver sem færi þar í fyrsta sinn hlæði þar vörðu og mundi hann þá ekki villast á heiðinni.
Af Látrahálsi, milli Breiðuvíkur og Hvallátra, liggur jeppavegur yfir fjallið til Keflavíkur
Úr Íslandshandbókinni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.