2.7.2008 | 20:23
Tjaldsvæði og fjölskyldumunstur
Í fyrrasumar komum við hjónin á ónefnt tjaldsvæði og báðum um að fá að planta okkar litla fjölbýlishúsi niður. Umsjónarmaðurinn leit aftur í bílinn og spurði hvort við værum með börn, já svaraði maðurinn minn, þau eru í kassa hérna aftur í. Þá sagði umsjónarmaðurinn, við viljum nefnilega ekki börn, þau gætu skemmt húsgögnin á pallinum fyrir utan kaffihúsið, en það er í lagi að þið verðið hér í nótt. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir sáum við eftir að hafa þegið þetta en nenntum ekki að taka okkur saman. En í bítið morguninn eftir pilluðum við okkur burt og höfum ekki í hyggju að koma á þetta tjaldsvæði aftur. Það skal tekið fram að börnin fengu að dúsa í kassanum um nóttina.
Fyrir nokkrum árum vorum við á öðru ónefndu tjaldvæði og þar var ekki svefnfriður fyrir drukknu fullorðnu fólki. Það er ekki alltaf unga fólkið sem er til vandræða.
Svo er þetta með aldurstakmark á tjaldvæðum, það er kannski í lagi að takmarka það við 18 ára (sjálfræðisaldurinn) en 23 ára aldurstakmark er bara út í Rob Roy eða að banna fólki að fara inn á svæði nema það sé með börn, öfugt við það sem við lentum í.
Það er sko vandlifað í henni paradís
Rakst á þetta í Vefritinu
http://www.vefritid.is/index.php/greinasafn/28-ara-og-visa%c3%b0-af-tjaldsv%c3%a6%c3%b0um/
Athugasemdir
Sæl Guðný - hér er fyrrum íbúi til margra sumra og margra tjaldstæða á Íslandi. Sammála því að það eru ekki alltaf börnin sem ónáða á tjaldstæðunum - það eru líka Íslendingarnir sjálfir og það sko fullir Íslendingar - hef þurft að dvelja næturlangt á slíku tjaldstæði með um 40 erlenda túrista sem allir voru svefnvana eftir nóttina (og meira að segja við í áhöfninni líka) vegna blindfullra íslendinga að njóta þess að dvelja í skuldahalanum aftan í dragaldinu. Ja, fuss og svei.
Þetta með börnin í kassanum..........snilld.
Bestu kveðjur,
Sólveig fyrrum tjaldstæðabúi.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.