16.5.2008 | 12:59
Gamla platan komin heim
Á miðvikudaginn sagði ég frá því að ég hefði heyrt lagið Sloop John B í útvarpinu. Í gær fékk ég upphringingu (frá Halldísi) þar sem hún sagðist vera með plötuna mína með þessu lagi. Spurði ég hana hvernig á því stæði. Jú, þið Haddý komuð stundum heim með plötur til að spila og þessi plata varð einhvern tíma eftir og mörgum árum seinna tók ég hana til handargagns og síðan hefur hún verið hjá mér. Halldís hefur verið 10-11 ára þegar við vorum að spila þessar plötur heima hjá henni.
Í gærkvöldi fór ég til hennar og afhenti hún mér plötuna. Þeim megin sem lagið YOU'RE SO GOOD TO ME er, er nafnið mitt skrifað og er það mín rithönd svo það fer ekkert á milli mála að platan er frá mér komin. Platan er mjög slitin enda var hún mikið spiluð í bílaplötuspilara og þær fóru nú ekki vel þar á holóttum götunum. Einu sinni man ég eftir að við gleymdum fullt af plötum í afturglugga bílsins að kvöldi og svo þegar sólin kom upp að morgni steiktust þær allar, það var mikil sorg því ekki var auðvelt að fá plötur út á landi á þessum árum.
Ég skal alveg viðurkenna það að ég varð svolítið hamingjusöm að sjá þessa plötu aftur. Ætli ég innrammi hana bara ekki.
Verst að geta ekki spilað plötuna, nú eru það bara geislaspilarar. Ef einhver veit um þessi lög á diski væri gaman að vita af því.
Athugasemdir
Búin að fá disk með THE BEACH BOYS.
Takk Kristín.
Guðný , 18.5.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.