19.4.2008 | 13:51
Þær eru sko mættar
Þoli ekki þessi kvikindi. Ég er svo taugaveikluð gagnvart þessu skrímsli að ég get hreinlega ekki verið úti. Hef undanfarna daga reynt að segja sjálfri mér að þetta sé bara bilun að vera hrædd við þessa ljúflinga og vanmetnu hetjur náttúrunnar eins og ég las einhvers staðar um að þær væru. Var úti í garði áðan þegar ein kom suðandi og ég hljóp hljóðandi inn. Ég er búin að útrýma flestum blómstrandi blómum úr garðinum svo ég veit ekki í hvern fjandann þær eru að sækja. Svo styttist í næstu plágu, geitungana.
Auglýsi hér með eftir "flugnahræðslunámskeiði"
Athugasemdir
Heil og sæl Guðný,
Hvort ætli þú sért hræddari við flugnakvikindin eða þau við þig? Ég kann bara eitt ráð varðandi geitungana, það er að kaupa slatta af hárlakki og úða á þá þegar þeir mæta og eftir augnablik er komið BINGO. Þetta ráð er alveg gersamlega óbrigðult og hef beitt því frá því að geitungar urðu plága í Reykjavíkinni - eitt það fyrsta sem ég gerði þegar þeir mættu á svæðið. Sæmi minn var orðinn ótrúlega flínkur með hárlakksbrúsann. Trúðu mér - þú ert ekki sú eina sem hleypur hljóðandi undan þessum árum - ég á vinkonu sem skellir hurðum á eftir sér á flótta undan þessum flugum, ég gæti líka trúað að hún træði upp í skráargatið svo flugan komi ekki þar í gegn.
Kv.
Sólveig (ráðagóða)
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 23:32
Já velkomin á fætur Guðný, aldrei of oft sagt. Illvíg þessi flensa. Farðu varlega með þig. En að sumargestunum, Þessir bústnu sætalingar hungangsflugurnar finnst mér nú hrein dásemd. Köngulærnar eru hins vegar "mín plága". Ég er sammála Sólveigu með hárlakkið, hef séð manneskjur með brúsann í action, þetta virkar.
Anna, 20.4.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.