Styrktarfélag Perthes-sjúkra ???

 

 

http://www.internet.is/annaz/perthes/

Sjúkdómur Legg-Calvé-Perthes ber nafn þeirra sem lýstu honum fyrst. Um er að ræða drep í efsta hluta lærleggsins (caput femoris), það er í þeim hluta sem liggur í mjaðmaskálinni. Drepið orsakast af því að þessi hluti lærleggsins fær ekki nægilegt súrefni vegna minnkaðs blóðflæðis og deyr þá beinvefurinn.

Þessi sjúkdómur kemur oftar fyrir hjá drengjum en stúlkum. Algengastur er hann á aldrinum 5 - 9 ára, en getur komið fyrir allt niður í 2 ára og upp í 11 ára aldur. Einkenni sjúkdómsins eru verkir í mjöðm og helti. Á röntgenmynd sést að það eru eyður í beininu þar sem beinvefurinn hefur dáið. Nýtt bein myndast á 2 - 3 árum, en yfirleitt veldur þessi sjúkdómur aflögun á beininu sem aftur getur valdið skemmd á mjaðmarliðnum. Meðferðin miðast að því að koma í veg fyrir, eins og hægt er, að mikil aflögun verði á beininu. Það er gert með því að setja barnið í gifs eða með skurðaðgerð.

Flestir sem fá þennan sjúkdóm ná sér að fullu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Jónsdóttir

Sæl og takk fyrir athugasemdina. Fyrsta uppskriftin er komin inn.  

Halla Jónsdóttir, 25.9.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband