Djúpstæð þörf.....

Ég settist niður við sjóvarpið í kvöld til að hlusta á Evu Maríu ræða við Steingrím Hermannsson, ætlaði bara að njóta stundarinnar en hún snerist upp á andhverfu sína þegar Eva spurði Steingrím, "Skilurðu samt ekki þessa djúpstæðu þörf sem að fólk virðist hafa til þess að komast að því hverra manna það er" og S.H. svaraði "ja, ég skil og skil ekki, ef að fólk hefur haft, einhver maður eða kona, hefur haft mjög góða uppeldisforeldra, þá er þeim ekki heiður sýndur, finnst mér með svona málaferlum. Þarna stóð ég upp.

Það var svo ólýsanlega sárt að heyra manninn segja þetta, hann veit sem betur fer ekki hvað er að ganga í gegnum svona hremmingar, að vita bókstaflega ekki hver maður er. það bara getur enginn sett sig í spor fólks sem þarf að ganga í gegnum svona að vita ekki hvar rætur þess liggja. Það er ekki spurning um heiður þeirra sem hafa alið mann upp, það er réttur hvers og eins að vita uppruna sinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband