Móðir jörð

 

Á þessu heimili er

"Móðir jörð"

ekki borin inn á gólf 

Í gær bankaði kunningjakona mín upp á og bauð ég henni að sjálfsögðu inn, þegar hún gerði sig líklega til að fara inn á skónum sagði ég góðlátlega við hana "viltu fara úr skónum" þá sagði sú góða kona "helvítis frekja ertu" ég varð nú bara kjaftstopp og reið. Ég hef nú aldrei fyrr fengið orð fyrir að verja frekja hvað þá helvítis frekja, en auðvitað var það hún sem var helvítis frekja og dónaleg við mig á mínu heimili.

Nú er ég búin að hengja ramma upp í forstofunni sem í stendur "Á þessu heimili er "Móðir jörð" ekki borin inn á gólf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband