Svínshryggurinn

xfrclh-sml

 

Byrjaði hjá sjúkraþjálfara á dögunum sem er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi, nema þegar þjálfarinn er búin að skoða mig, taka af mér skýrlsu og setja á mig einhvern leisergeisla segir hann, ég ætla að setja þig á svínshrygginn........... ég hélt nú andlitinu og þóttist alveg vita hvað hann væri að meina, en fyrir hugskotssjónir mínar flaug mynd af mér liggjandi á jólasteikinni, skreytt með ananas og fl.

og fjölskyldan sitjandi sár- HRYGG kringum borðið.... þar fór jólasteikin fyrir bí.

Svo rofaði nú smá saman til, þetta var auðvitað ekki eini svínahryggurinn í landinu, alltaf nóg af hamborgarhryggjum til fyrir jólin.

Þjálfarinn teygir sig eftir einhverju sem líkist SVÍNAHRYGG, þetta er þá eins og hryggur í laginu nema úr frauðplasti, leggur þetta á gólfið, rúnnaða hliðin niður, sýnir mér svo hvernig á að leggjast á þetta.

Þetta er hið mesta þarfaþing því það er heilmikið mál að ná jafnvægi á þessu og um leið styrkjast bæði bak og magavöðvar.

Svo nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af jólasteikinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband