21.6.2007 | 22:03
"Jafnvægið"
Þó byggðin á annesjum bregðist
og býli í dölunum innst,
menn skoða það ekki sem skaða
og skynsamlegt ýmsum það finnst
að halda nú undan og hopa
af hólmi í þéttbýli mest,
menn hafa þó vit á að velja
og vera hvar líkar þeim bezt.
Inn landkunni landnáma hringur,
sem liggur nú brotinn og mjór,
hann eyðist nú bæði að innan
og eins þar sem liggur að sjór.
Það má ekki við því ið minnsta
og magnlausast ríki á jörð
að minnka að utan og innan
og afnema ræktaðan svörð-.
Og dýrmætust er hún nú orðin
in afskekkta byggð þessa lands,
því Íslendings eðlið hún fóstrar
og óbrjálað tungumál hans,
það höfum við haft fyrir sannað,
en hitt er nú enn ekki víst,
að borgir það meti ið mesta,
er missa við viljum þó sízt.
Sigurður Norland
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.