Ég sendi þér vina....

 

Ég sendi þér vina mitt sætasta ljóð

þú ert sætasta mamma í heimi.

Þú hefur verið mér vinkona góð

sá vinur sem aldrei ég gleymi.


Mig langar að færa þér glóandi gull

og gimsteina skreytta með rósum.

Peysur og kápur úr íslenskri ull

og útlenskar kökur í dósum.


Ég fagna því mamma hve frábær þú ert

þó fimmtíu ár séu liðin.

Síðan hún amma svo indæl og sperrt

ákvað að tæma á sér kviðinn.


Af hverju er talað um áranna fjöld?

Af hverju mælum við tímann?

Ég finn ekki muninn á ári og öld

ef einlæg er vináttuglíman.


Ef munum við vel það sem meistarinn (k) hvað

og mestu í rauninni skiptir.

Að kærleikur sannur þú kenndir mér það

er kraftur sem fjöllunum lyftir.


Þú hefur verið mér vinkona slík

að vandi er spor þín að fylla.

Von mín er sú að ég verði þér lík

og veginn þinn fái að gylla.


                                             NN

 

Upplýsingar um höfund óskast.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband